Sjónrænar blekkingar Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 20. janúar 2014 13:00 Hið ótrúlega birtist áhorfendum á sviðinu aftur og aftur. Mynd/Hulda Sif Ásmundsdóttir Óraunveruleikir Danssýning Kassanum, Þjóðleikhúsinu Höfundar: Valgerður Rúnarsdóttir, Þyrí Árnadóttir og Urður Hákonardóttir Það er ekki á hverjum degi sem hlátrasköll heyrast á danssýningu en sú var reyndin á frumsýningunni á verki Valgerðar Rúnarsdóttur, Þyríar Árnadóttur og Urðar Hákonardóttur, Óraunveruleikir. Höfundar buðu áhorfendum inn í óvæntan heim sjónhverfinga að hætti „Black light theatre“, stíls innan leikhússins sem með hjálp útfjólublárra ljósa og neonlitaðra búninga skapar undraveröld innan ramma svarta kassans – Stíls sem sem varð vinsæll á Vesturlöndum á 6. og 7. áratug 20. aldar og má rekja til fjöllistasýninga í Kína til hins forna og hins japanska brúðuleikhússtíls Bunraku. Umgjörðin ásamt listrænni færni höfunda og færni flytjenda í látbragði, dans- og akróbatískri tækni skapar undraheima. Í Óraunveruleikum mátti einnig finna keim af verkum Alwins Nikolais frá 6. áratugnum en eftir tilfinningaþrungna áratugi móderndansins, þar sem höfundar eins og Martha Graham tjáðu átök og gleði mannlegrar tilveru í hreyfingum, kom fram kynslóð dansara og danshöfunda sem leit á dans sem hreyfingu og ekkert annað – eða eins og Nikolais setti það fram þá var dans hreyfing á sviði þar sem dansarinn varð eitt með umhverfi sínu og því erfitt að greina hvar líkami og hreyfing dansaranna endaði og hreyfing ljósa, sviðsmyndar og leikmuna tók við. Efni sýningarinnar var að mestu sjónrænt og höfundar lögðu áherslu á húmoríska framsetningu. Sýningin rann vel frá atriði til atriðis svo úr varð heildstæð mynd þó að hún hefði í sjálfu sér engan sýnilegan rauðan þráð annan en leik að formi. Atriðin voru hvert fyrir sig ágætlega útfærð nema þá helst lokaatriðið sem hefði þurft meiri tíma og nákvæmni. Höfundar nýttu hæfileika sína vel bæði hvað varðar sköpun og framsetningu. Tónlist Urðar var áhugaverð og féll vel að því sjónræna og söngurinn ljúfur. Hljóðið var þó ekki alltaf hreint. Um hreyfifærni Þyríar og Valgerðar þarf varla að fjölyrða en hún er með þeim hætti að hið ótrúlega birtist áhorfendum á sviðinu aftur og aftur.Niðurstaða: Sýningin Óraunveruleikir var ekki hnökralaus en hún var skemmtileg og bar færni aðstandenda sinna gott vitni. Framsetning og efniviður er þess eðlis að það væri óskandi að hún yrði sýnd áfram og þá á sýningartíma sem hentar fjölskyldum því hún á ekki síður erindi við yngri kynslóð leikhúsgesta en þá eldri. Gagnrýni Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Óraunveruleikir Danssýning Kassanum, Þjóðleikhúsinu Höfundar: Valgerður Rúnarsdóttir, Þyrí Árnadóttir og Urður Hákonardóttir Það er ekki á hverjum degi sem hlátrasköll heyrast á danssýningu en sú var reyndin á frumsýningunni á verki Valgerðar Rúnarsdóttur, Þyríar Árnadóttur og Urðar Hákonardóttur, Óraunveruleikir. Höfundar buðu áhorfendum inn í óvæntan heim sjónhverfinga að hætti „Black light theatre“, stíls innan leikhússins sem með hjálp útfjólublárra ljósa og neonlitaðra búninga skapar undraveröld innan ramma svarta kassans – Stíls sem sem varð vinsæll á Vesturlöndum á 6. og 7. áratug 20. aldar og má rekja til fjöllistasýninga í Kína til hins forna og hins japanska brúðuleikhússtíls Bunraku. Umgjörðin ásamt listrænni færni höfunda og færni flytjenda í látbragði, dans- og akróbatískri tækni skapar undraheima. Í Óraunveruleikum mátti einnig finna keim af verkum Alwins Nikolais frá 6. áratugnum en eftir tilfinningaþrungna áratugi móderndansins, þar sem höfundar eins og Martha Graham tjáðu átök og gleði mannlegrar tilveru í hreyfingum, kom fram kynslóð dansara og danshöfunda sem leit á dans sem hreyfingu og ekkert annað – eða eins og Nikolais setti það fram þá var dans hreyfing á sviði þar sem dansarinn varð eitt með umhverfi sínu og því erfitt að greina hvar líkami og hreyfing dansaranna endaði og hreyfing ljósa, sviðsmyndar og leikmuna tók við. Efni sýningarinnar var að mestu sjónrænt og höfundar lögðu áherslu á húmoríska framsetningu. Sýningin rann vel frá atriði til atriðis svo úr varð heildstæð mynd þó að hún hefði í sjálfu sér engan sýnilegan rauðan þráð annan en leik að formi. Atriðin voru hvert fyrir sig ágætlega útfærð nema þá helst lokaatriðið sem hefði þurft meiri tíma og nákvæmni. Höfundar nýttu hæfileika sína vel bæði hvað varðar sköpun og framsetningu. Tónlist Urðar var áhugaverð og féll vel að því sjónræna og söngurinn ljúfur. Hljóðið var þó ekki alltaf hreint. Um hreyfifærni Þyríar og Valgerðar þarf varla að fjölyrða en hún er með þeim hætti að hið ótrúlega birtist áhorfendum á sviðinu aftur og aftur.Niðurstaða: Sýningin Óraunveruleikir var ekki hnökralaus en hún var skemmtileg og bar færni aðstandenda sinna gott vitni. Framsetning og efniviður er þess eðlis að það væri óskandi að hún yrði sýnd áfram og þá á sýningartíma sem hentar fjölskyldum því hún á ekki síður erindi við yngri kynslóð leikhúsgesta en þá eldri.
Gagnrýni Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira