Stín með uglur á kaffibollann Marín Manda skrifar 17. janúar 2014 15:00 Erna Kristín Stefánsdóttir hyggst halda áfram að teikna og jafnvel koma listinni út fyrir landsteinanna. fréttabladid/valli „Ég var búin að teikna upp öll dýrin mín áður en ég byrjaði að teikna uglur en það var svo mikill hópþrýstingur að ég ákvað að stökkva á ugluæðið sem gekk um veraldarvefinn og sé alls ekki eftir því,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir þegar talið berst að uglu áhugann á Íslandi. „Ég held mig við minn stíl og hef ekki sótt innblástur til annarra íslenskra hönnuða en það hafa að sjálfsögðu margir verið að teikna með sugar-owl- og aztec-stílnum.“ Erna Kristín selur verk sín undir nafninu Stín á Facebook en hún hefur verið að teikna ýmislegt annað með pennanum. Í barnaherbergin hafa kanínur, pandabirnir og fílar meðal annars verið vinsæl en nýjasta verkefnið eru uglur á bolla undir te eða kaffi. Erna Kristín er að læra guðfræði við Háskóla Íslands og býr á Selfossi. Hún segir að oft geti verið áskorun að fara á milli yfir háveturinn en að allt sé mögulegt sé viljinn fyrir hendi. „Ef maður er í skemmtilegu námi er maður ekkert að pæla í þessari heiði, maður fær sér bara gott kaffi og hlustar á tónlist og þá er maður kominn á leiðarenda.“ Áhuginn á listinni hefur alltaf verið til staðar en Erna Kristín hefur einungis tekið tvo teikniáfanga í myndlistarskólanum og segir þetta aðallega vera dund sem hún þó óskar að stækka, selja í fleiri búðum og jafnvel flytja verkin út fyrir landsteinana. „Ég er ekki bara að horfa á Ísland því ég er búin að selja verk til Rómar, Kaupmannahafnar og Finnlands.“Hér á landi fást verkin hennar í versluninni Kauptúninu á Akureyri, Kaupstaður.is og undir Stín á Facebook.Erna Kristín vann bollana í samvinnu við Merkt.is Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég var búin að teikna upp öll dýrin mín áður en ég byrjaði að teikna uglur en það var svo mikill hópþrýstingur að ég ákvað að stökkva á ugluæðið sem gekk um veraldarvefinn og sé alls ekki eftir því,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir þegar talið berst að uglu áhugann á Íslandi. „Ég held mig við minn stíl og hef ekki sótt innblástur til annarra íslenskra hönnuða en það hafa að sjálfsögðu margir verið að teikna með sugar-owl- og aztec-stílnum.“ Erna Kristín selur verk sín undir nafninu Stín á Facebook en hún hefur verið að teikna ýmislegt annað með pennanum. Í barnaherbergin hafa kanínur, pandabirnir og fílar meðal annars verið vinsæl en nýjasta verkefnið eru uglur á bolla undir te eða kaffi. Erna Kristín er að læra guðfræði við Háskóla Íslands og býr á Selfossi. Hún segir að oft geti verið áskorun að fara á milli yfir háveturinn en að allt sé mögulegt sé viljinn fyrir hendi. „Ef maður er í skemmtilegu námi er maður ekkert að pæla í þessari heiði, maður fær sér bara gott kaffi og hlustar á tónlist og þá er maður kominn á leiðarenda.“ Áhuginn á listinni hefur alltaf verið til staðar en Erna Kristín hefur einungis tekið tvo teikniáfanga í myndlistarskólanum og segir þetta aðallega vera dund sem hún þó óskar að stækka, selja í fleiri búðum og jafnvel flytja verkin út fyrir landsteinana. „Ég er ekki bara að horfa á Ísland því ég er búin að selja verk til Rómar, Kaupmannahafnar og Finnlands.“Hér á landi fást verkin hennar í versluninni Kauptúninu á Akureyri, Kaupstaður.is og undir Stín á Facebook.Erna Kristín vann bollana í samvinnu við Merkt.is
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira