Með mannbrodda til taks í bílnum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 09:00 Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda og hafa til taks til að tryggja öryggi farþega minna, segir Ómar Djermoun. Frettablaðið/Ómar „Við höfum ákveðið að láta sandbera göngustíga við Gullfoss annað er ekki forsvaranlegt“? segir Ólafur Arnar Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Gríðarleg hálka hefur verið á neðra bílaplaninu og á göngustígum í grennd við fossinn síðustu vikur. Fjöldi ferðamanna hefur dottið í hálkunni og nokkrir slasast. Ólafur Arnar segir að Umhverfisstofnun og sveitafélagið Bláskógabyggð ætli að hafa samvinnu um hálkuvarnirnar. Sveitarfélagið ætli að leggja sitt af mörkum svo vegir verði mokaðir. Umhverfisstofnun ætli að sjá um að láta sandbera göngustíga. „Það verður farið í að hálkuverja á næstu dögum,“ segir Ólafur Arnar. Hann segir að ekki sé ljóst hvað hálkuvarnirnar komi til með að kosta en segir að þetta séu ekki aðstæður sem hægt sé að bjóða upp á lengur. Landeigendafélagið við Geysi sér um að hálkuverja stíga á hverasvæðinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að innan þjóðgarðsins hafi stígar verið sandbornir. ?Um leið og við fengum ábendingar um að stígarnir væru orðnir hálir, ákváðum við að bregðast við og sandbera þá. Við erum að sandbera mun meira en við höfum gert undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda til að hafa til taks í bílunum hjá mér. Þetta er eitt af því sem ég geri til að tryggja öryggi farþega minna,“ segir Ómar Djermoun framkvæmdastjóri Icelimo Luxury Travel. það hefur verið mikil hálka í vetur og mannbroddarnir hafa komið að góðum notum. „Margir þeirra sem ferðast með okkur hafa aldrei stigið á svell í lífinu áður, því skiptir miklu máli að hafa svona búnað,“ segir Ómar. Hann segist oft vera spurður af því af öðrum hvers vegna hann sé að eyða peningum í mannbrodda. „Ég svara alltaf að ég sé að eyða í öryggi,“ segir hann. „Maður græðir á því að fólki líði vel,“ bætir hann við. Hann segir að það sé oft gaman að sjá svipinn á hans farþegum þegar þeir ganga hála stíga styrkum fótum á meðan aðrir séu stöðugt að renna til. Ómar segir að mannbroddar kosti sitt, góðir broddar kosti 16 þúsund parið en það sé hægt að fá afslátt ef maður kaupir þá í einhverju magni. Veður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
„Við höfum ákveðið að láta sandbera göngustíga við Gullfoss annað er ekki forsvaranlegt“? segir Ólafur Arnar Jónsson sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Gríðarleg hálka hefur verið á neðra bílaplaninu og á göngustígum í grennd við fossinn síðustu vikur. Fjöldi ferðamanna hefur dottið í hálkunni og nokkrir slasast. Ólafur Arnar segir að Umhverfisstofnun og sveitafélagið Bláskógabyggð ætli að hafa samvinnu um hálkuvarnirnar. Sveitarfélagið ætli að leggja sitt af mörkum svo vegir verði mokaðir. Umhverfisstofnun ætli að sjá um að láta sandbera göngustíga. „Það verður farið í að hálkuverja á næstu dögum,“ segir Ólafur Arnar. Hann segir að ekki sé ljóst hvað hálkuvarnirnar komi til með að kosta en segir að þetta séu ekki aðstæður sem hægt sé að bjóða upp á lengur. Landeigendafélagið við Geysi sér um að hálkuverja stíga á hverasvæðinu.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir að innan þjóðgarðsins hafi stígar verið sandbornir. ?Um leið og við fengum ábendingar um að stígarnir væru orðnir hálir, ákváðum við að bregðast við og sandbera þá. Við erum að sandbera mun meira en við höfum gert undanfarin ár,“ segir Ólafur. „Ég ákvað fyrir þremur árum að kaupa mannbrodda til að hafa til taks í bílunum hjá mér. Þetta er eitt af því sem ég geri til að tryggja öryggi farþega minna,“ segir Ómar Djermoun framkvæmdastjóri Icelimo Luxury Travel. það hefur verið mikil hálka í vetur og mannbroddarnir hafa komið að góðum notum. „Margir þeirra sem ferðast með okkur hafa aldrei stigið á svell í lífinu áður, því skiptir miklu máli að hafa svona búnað,“ segir Ómar. Hann segist oft vera spurður af því af öðrum hvers vegna hann sé að eyða peningum í mannbrodda. „Ég svara alltaf að ég sé að eyða í öryggi,“ segir hann. „Maður græðir á því að fólki líði vel,“ bætir hann við. Hann segir að það sé oft gaman að sjá svipinn á hans farþegum þegar þeir ganga hála stíga styrkum fótum á meðan aðrir séu stöðugt að renna til. Ómar segir að mannbroddar kosti sitt, góðir broddar kosti 16 þúsund parið en það sé hægt að fá afslátt ef maður kaupir þá í einhverju magni.
Veður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira