Verður Fred Couples næsti fyrirliði Bandaríkjamanna í Rydernum? 20. desember 2014 23:00 Couples er mjög vinsæll kylfingur. AP Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu. Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríska golfsambandið setti á dögunum á laggirnar nefnd sem fær það verkefni að breyta gengi bandaríska Ryderliðsins á komandi árum en liðið hefur tapað fyrir Evrópuúrvalinu í síðustu þrjú skipti sem þetta sögufræga mót hefur verið haldið. Síðast tapaði bandaríska liðið fyrir því evrópska í haust en í kjölfarið fóru af stað margar sögusagnir um ósætti innan liðsins og beindust spjót meðal annars að fyrirliða þess, Tom Watson, þar sem margar ákvarðanir hans voru gagnrýndar harðlega. Í nefndinni eru mörg stór nöfn í bandarísku golfi, meðal annars Rickie Fowler, Tiger Woods og Phil Mickelson en hennar starf er að sjá til þess að fjórða tapið í röð verði ekki staðreynd. Eftir fyrsta fund hennar fyrr í vikunni fékk goðsögnin Fred Couples símtal þar sem hann var spurður út í áhuga sinn á því að verða fyrirliði liðsins árið 2016 þegar að Ryderinn fer fram á Hazeltine vellinum í Minnesota, en Golfchannel greinir frá þessu. Couples hefur aldrei tekið við fyrirliðastöðunni í Ryder-bikarnum en hann hefur farið fyrir bandaríska liðinu í síðustu þremur sigrum þess í Forsetabikarnum. Þá er Couples mjög vinsæll meðal kylfinga og golfáhugamanna um allan heim en hann myndi eflaust hjálpa bandaríska liðinu mikið verði hann fyrir valinu.
Golf Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira