Brúðkaup ársins: Þessi gengu í það heilaga árið 2014 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2014 11:30 Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Margir þjóðþekktir Íslendingar innsigluðu ástina á árinu sem er að líða og voru brúðkaupin hvert öðru glæsilegra. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnubrúðkaup sem tekið var eftir á árinu 2014.Tvö hundruð manna brúðkaupLeikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálmsdóttir gekk að eiga Harry Koppel í Kólumbíu þarsíðustu helgi. Um tvö hundruð manns mættu í brúðkaupið og klæddist Halla kjól frá Veru Wang og hælum frá Christian Louboutin. Þá bar hún prjónað sjal úr smiðju móður sinnar en Harry klæddist kjólfötum frá Gieves & Hawkes. Halla gaf Harry tónlist í brúðargjöf og samdi til hans þrjú lög. Eftir brúðkaupið flugu brúðhjónin til Cartagena, ásamt sextíu manna hópi, í brúðkaupsferð.Hamingja í HallgrímskirkjuSöngvarinn Jógvan Hansen kvæntist stærfræðingnum Hrafnhildi Jóhannesdóttur í Hallgrímskirkju þann 12. júlí. Eftir athöfnina var boðið til veislu á Hilton hótelinu þar sem gestir fengu meðal annars að smakka skerpukjöt frá heimalandi Jógvans, Færeyjum, og hákarl og súra punga frá Íslandi.Giftu sig í skotapilsumGuðbergur Garðarsson og Inácio Pacas da Silva Filho, sem oftast eru kallaðir Beggi og Pacas, gengu í það heilaga þann 15. ágúst. Beggi og Pacas klæddust skotapilsum á þessum stóra degi og var mikil gleði í brúðkapinu. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, gaf turtildúfurnar saman.Brúðarkjóllinn keyptur í Kaliforníu Leikkonan og verslunareigandinn María Birta Bjarnadóttir sagði já við listamanninn Elli Egilsson þann 14. júlí. Brúðkaupið fór fram undir berum himni í Grímsnesinu en aðeins nánustu ættingjar og vinir parsins voru viðstaddir. María og Elli byrjuðu saman í október árið 2013 og í febrúar á þessu ári keypti María Birta brúðarkjólinn í Kaliforníu.Brúðkaup eftir langt samband Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Geir Sveinsson létu pússa sig saman á Höfðatorgi þann 28. júní. Þá höfðu þau verið saman í meira en áratug og eiga saman fimm börn. Veislan var einnig haldin á Höfðatorgi og var það mál manna að hún hafi verið einstaklega skemmtileg og lífleg.Á eftir barni kemur brúðkaup Árið var gjöfult hjá dansparinu Hönnu Rún Óladóttur og Nikita. Þau eignuðust sitt fyrsta barn, lítinn snáða, þann 13. júní síðastliðinn. Skömmu eftir fæðingu frumburðarins lét þau séra Gunnar Sigurjónsson, sem oftast hefur verið kallaður sterkasti prestur landsins, gefa sig saman í Digraneskirkju.Giftu sig á 17. júníRithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir giftist Atla Ragnari Ólafssyni á Búðum á Snæfellsnesi á sjálfan 17. júní. Sólveig klæddist dökkbláum „vintage“-kjól en ekki hvítum eins og algengt er meðal brúða.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira