Adam Scott ræður til sín nýjan kylfusvein 22. desember 2014 19:00 Scott ásamt Kerr fyrr á árinu. Getty Images Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira