Gleðileg jól í ævintýraskógi 24. desember 2014 19:00 Jólamynd ársins 2014 ber titilinn Ævintýraskógur. Ljósmyndari er Kristín Valdemarsdóttir Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur. Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Þær myndir sem unnu til verðlauna fylgja fréttinni hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 10-18 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól.Kristín Valdemarsdóttir.Ljósmyndin Ævintýraskógur sem Kristín Valdemarsdóttir sendi inn í jólaljósmyndasamkeppni Vísis og Fréttablaðsins var valin sú besta af lesendum og dómnefnd. Ljósmyndin er hluti af jóladagatali sem Kristín býr til árlega í desembermánuði. Sigurmynd Kristínar Valdemarsdóttur heitir Ævintýraskógur og er af dóttur hennar, Karólínu Ágústsdóttur, sem er sex ára. Kristín lenti í þriðja sæti í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins í fyrra en sú mynd var af báðum dætrum hennar. „Þær eru voða duglegar að sitja fyrir. Fyrir þessa myndatöku lét ég sauma rauðhettuslár á þær úr gömlu stofugardínunum hennar mömmu. Mér fannst svo jólalegt að hafa rauða slá í snjónum og fann svo fallegan stað í Heiðmörk þar sem snjórinn lá ofan á trjánum í byrjun desember,“ segir Kristín sem hefur gaman af því að stilla upp fyrir myndatökur og er oft lengi að undirbúa þær. „Ég hef síðastliðin tvö ár verið með jólamyndadagatal í desember og birti eina mynd á dag á Facebook og blogginu mínu. Jóladagatalið er mín leið til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann.“Kristín fékk þessa glæsilegu Nikon 1S1 myndavél frá Heimilistækjum í verðlaun. Mynd hennar birtist einnig á forsíðu Fréttablaðsins í dag, aðfangadag.Kristín er íþróttakennari í Varmárskóla og er ljósmyndun eingöngu áhugamál. „Ég viðurkenni að ég bý til svolitla pressu á mig í desember. Ofan á allan jólaundirbúning og vinnu þá er ég á fullu í að finna flotta staði, leikmuni og þróa hugmyndir. En það er svo skemmtilegt og orðið hluti af jólaundirbúningnum.“ Þátttakendur í samkeppninni hlóðu upp myndum sínum á vef Vísis. Þar gátu lesendur kosið myndir og hafði dómnefnd keppninnar kosninguna til hliðsjónar. Dómnefndin var skipuð þeim Pjetri Sigurðssyni og Stefáni Karlssyni ljósmyndurum Fréttablaðsins, Silju Ástþórsdóttur útlitshönnuði og Andra Ólafssyni aðstoðarfréttastjóra.Tunglsetur eftir Fred Schalk hafnaði í öðru sæti keppninnar.Jólasleðaferð eftir Silju Svansdóttur hafnaði í þriðja sæti keppninnar.Jólasnjór eftir Birki Pétursson hafnaði í fjórða sæti keppninnar.Voðmúlastaðakapella eftir Sigurð Jónsson var vinsælasta myndin meðal lesenda.Verðlaunamynd Kristínar Valdemarsdóttur.
Fréttir ársins 2014 Jólafréttir Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira