Fótbolti

Ronaldo: Real getur unnið allt 2015

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ronaldo og félagar með heimsmeistarabikarinn
Ronaldo og félagar með heimsmeistarabikarinn vísir/getty
Cristiano Ronaldo segir Real Madrid geta landað öllum þeim titlum sem er í boði á næsta ári en Real Madrid vann Meistaradeild Evrópu, konungsbikarinn á Spáni og heimsmeistaratitil félagsliða á árinu 2014.

„Við áttum nokkru frábær augnablik á árinu eins og konungsbikarinn, Meistaradeildin, ofurbikar Evrópu og nú í heimsmeistarakeppni félagsliða sem við tileinkum öllum Madrid-ingum og starfsmönnum félagsins, frá forseta til hvers einasta starfsmanns. Heimsmeistaratitillinn var fyrir þau öll,“ sagði Ronaldo.

„Það er erfitt að segja hver af titlunum fjórum var bestur en ef ég þarf að velja þá væri það Meistaradeildartitillinn í Lissabon. En það var stórkostlegt að vinna þá alla.

„Ég von að 2015 verði betra en 2014. Andrúmsloftið hjá Real Madrid er þannig að það getur hjálpað okkur að vinna eins marga titla og hægt er.

„Þetta er mögulegt því Real Madrid er alltaf líklegt til að vinna allar keppnir sem það tekur þátt í. Við munum gera allt sem við getum til að vinna alla titla sem eru í boði á næsta ári,“ sagði Ronaldo sem hrósaði þjálfara Real Madrid, Carlo Ancelotti í hástert.

„Þjálfarinn er mjög mikilvægur. Hann er frábær þjálfari og frábær einstaklingur. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Við erum samrýmd fjölskylda sem mun reyna að gera betur en á árinu 2014,“ sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×