Mun pabbahlutverkið hafa einhver áhrif á Dustin Johnson? 29. desember 2014 17:30 Johnson er einn högglengsti kylfingur PGA-mótaraðarinnar. vísir/AP Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu. Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það er sjaldan logmolla í kring um Dustin Johnson en þessi þrítugi kylfingur hefur gefið það út að hann eigi von á barni snemma á næsta ári með unnustu sinni, Paulinu Gretzky. Johnson tók sér eins og frægt var orðið frí frá golfi í hálft ár fyrr á þessu ári og sagði í yfirlýsingu þurfa að einbeita sér að „persónulegum vandamálum“. Vefsíðan Golf.com birti í kjölfarið frétt þar sem fullyrt var að Johnson hefði verið dæmdur í 6 mánaða keppnisbann frá PGA-mótaröðinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Talið er að Johnson hafi notast við fíkniefni á borð við kókaín og amfetamín. Margir telja að samband hans við Paulinu Gretzky, sem er dóttir íshokkígoðsagnarinnar Wayne Gretzky, hafi ekki hjálpað Johnson í einkalífinu en Paulina er þekkt fyrirsæta sem hefur í gegn um tíðina oft komist í fréttir vegna skemmtanahalds sem farið hefur úr böndunum. Johnson mun snúa aftur á golfvöllinn í byrjun febrúar á Farmers Insurance mótið sem fram fer á PGA-mótaröðinni en hver veit nema að foreldrahlutverkið hjálpi þessum hæfileikaríka kylfingi við að snúa til baka og einbeita sér að baráttunni á golfvellinum á meðal þeirra bestu.
Golf Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira