Ofurfyrirsæta ástfangin af pylsunum á Bæjarins Bestu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:51 „Ég lærði svolítið áhugavert um sjálfa mig í þessum tökum. Eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni: Ég er lofthrædd!“ segir ofurfyrirsætan Chrissy Teigen í samtali við tímaritið People. Vísar Chrissy í tökur á auglýsingu fyrir UGG-skó sem fóru fram hér á landi í apríl. People birtir myndir þar sem fylgst er með lífinu bak við tjöldin við tökurnar á Íslandi. Þá birtir tímaritið einnig auglýsinguna fyrir UGG-skóna þar sem íslenskur jökull er í aðalhlutverki. „Við tókum þessa senu á toppi risastórs jökuls,“ segir Chrissy. „Það var svo fallegt þarna á toppi veraldar,“ bætir hún við. Chrissy er ein þekktasta fyrirsæta heims og er eiginkona tónlistarmannsins Johns Legend. Í myndum úr tökunum sést að Chrissy fékk sér pylsu á Bæjarins Bestu sem henni fannst mjög góð. „Það er ekkert leyndarmál að ég elska mat! Ég varð ástfangin af íslenskum mat, sérstaklega íslensku pylsunum. Áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag sögðu allir við mig að ég þyrfti að smakka pylsurnar, ekki gleyma pylsunum, á Íslandi eru stórkostlegar pylsur. Og það var rétt!“ segir Chrissy. Þá sá stjörnukokkurinn Völli Snær um að elda sjávarréttasúpu fyrir módelið í íslenskri náttúru. „Ég man enn eftir bragðinu og allar súpur sem ég fengið mér síðan eru bornar saman við þessa.“ Tengdar fréttir Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32 Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég lærði svolítið áhugavert um sjálfa mig í þessum tökum. Eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni: Ég er lofthrædd!“ segir ofurfyrirsætan Chrissy Teigen í samtali við tímaritið People. Vísar Chrissy í tökur á auglýsingu fyrir UGG-skó sem fóru fram hér á landi í apríl. People birtir myndir þar sem fylgst er með lífinu bak við tjöldin við tökurnar á Íslandi. Þá birtir tímaritið einnig auglýsinguna fyrir UGG-skóna þar sem íslenskur jökull er í aðalhlutverki. „Við tókum þessa senu á toppi risastórs jökuls,“ segir Chrissy. „Það var svo fallegt þarna á toppi veraldar,“ bætir hún við. Chrissy er ein þekktasta fyrirsæta heims og er eiginkona tónlistarmannsins Johns Legend. Í myndum úr tökunum sést að Chrissy fékk sér pylsu á Bæjarins Bestu sem henni fannst mjög góð. „Það er ekkert leyndarmál að ég elska mat! Ég varð ástfangin af íslenskum mat, sérstaklega íslensku pylsunum. Áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag sögðu allir við mig að ég þyrfti að smakka pylsurnar, ekki gleyma pylsunum, á Íslandi eru stórkostlegar pylsur. Og það var rétt!“ segir Chrissy. Þá sá stjörnukokkurinn Völli Snær um að elda sjávarréttasúpu fyrir módelið í íslenskri náttúru. „Ég man enn eftir bragðinu og allar súpur sem ég fengið mér síðan eru bornar saman við þessa.“
Tengdar fréttir Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32 Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32
Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30