Hógværi huldumaðurinn á Höfðatorgi fundinn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. desember 2014 17:01 Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig." Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Sjá meira
Myndband af manni sem keyrði um á Cherokee Jeppa og bjargaði fólki sem var komið í ógöngur vegna vinds og hálku við Höfðatorg hefur gengið um netið í dag. Ríkisútvarpið birti meðal annars frétt um málið undir fyrirsögninni „Huldumaður á Cherokee bjargar fólki í neyð“. Huldumaðurinn sem þarna var á ferðinni er í raun Albert Ómar Guðbrandsson, umsjónarmaður fasteigna, sem sér meðal annars um turninn við Höfðatorg. Albert var hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður hafði samband við hann og fannst það sjálfsagt mál að bjarga fólki sem var í erfiðleikum vegna mikils vinds. „Við reynum yfirleitt að hjálpa fólki sem lendir í vandræðum," segir hann í samtali við Vísi. Annars vildi Albert gera sem minnst úr þessu. „Það getur orðið ansi vindasamt þarna. Fólk var reyndar beðið um að vera ekki á ferðinni og sú viðvörun var ekkert gefin út af ástæðulausu."Fékk viðurnefnið Höfðatorgshetjan fyrir tveimur árum Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Albert á Cherokee-jeppa koma fólki til bjargar sem getur lítið komist úr spori vegna hálku og vinds á svæðinu. Myndbandið tók Vilhelm Gauti Bergsveinsson sem getið hefur sér gott orðspor í gegnum árin fyrir framgöngu sína á handboltavellinum. Vísir birti í dag myndband af ferðamönnum sem lentu í vandræðum á svipuðum slóðum. Ari Sigurðsson og félagi hans reyndu að koma þeim til bjargar sem lauk með því að allir fuku niður í hinn margfræga bílakjallara við Höfðatorg.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Albert bjargar fólki við erfiðar aðstæður á Höfðatorgi. Þá fékk hann viðurnefnið Höfðatorgshetjan. Hér að neðan má sjá myndband frá árinu 2012 þegar hann kom fólki í skjól frá miklum vindi. Í samtali við Vísi sagði Albert þá: „Ástandið er bara búið að vera mjög slæmt, eins og veðrið. Það er allt í lagi inni en fyrir utan er þetta slæmt. Menn halda áfram að berjast í vindinum, jafnvel þó þeir komist ekki neitt - og jafnvel þó það sé búið að vara fólk við en við Íslendingar erum bara svona. Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig."
Veður Tengdar fréttir Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Sjá meira
Höfðatorgshetjan: Ég get ekki horft upp á fólk slasa sig "Nei, satt best að segja átti ég ekki von á þessu þegar ég vaknaði í morgun - ég held að enginn hafi átt von á þessu,“ segir höfðatorgshetjann Albert Ómar Guðbrandsson, húsvörður á Höfðatorgi, sem hefur staðið vaktina fyrir utan húsið í allan dag. 2. nóvember 2012 16:26