Íslendingar á meðal útnefndu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2014 14:09 Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson. Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira