Það vakti ekki síður athygli að hann skildi rota Elliot Seymour í annarri lotu bardagans. Þá strax fóru í gang sögusagnir um að hann hefði tapað viljandi en Seymour neitaði þeim.
Hann hefur nú viðurkennt að hafa tapað viljandi og þegið fyrir það tæpar tvær milljónir króna. Skal engan undra að Seymour hafi tekið tilboðinu enda verið heimilislaus í eitt og hálft ár.
Seymour, sem hefur tapað níu af tíu bardögum sínum, segir þó að Rourke hafi ekki vitað af þessu fyrirkomulagi sem hann gerði við menn tengda leikaranum.
Búið er að setja Seymour í bann í New Jersey og LA og hann mun líklega aldrei taka þátt í alvöru bardaga aftur. Bardaginn gegn Rourke var ekki alvöru bardagi.
