Obama segir það mistök að hafa hætt við sýningu myndarinnar Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2014 23:36 Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við blaðamenn í dag. Vísir/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. Forsetinn segir það hafa verið mistök af hálfu Sony að hafa hætt við sýningu myndarinnar, en upphaflega til stóð að frumsýna hana í kvikmyndahúsum á jóladag. „Við munum bregðast við,“ sagði Obama við blaðamenn án þess þó að fara út í smáatriði. „Við getum ekki búið við samfélag þar sem einhver einræðisherra einhvers staðar úti í heimi getur beitt ritskoðun í Bandaríkjunum.“Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að Obama segi það mikilvægt að vernda bæði tölvukerfi í einkageiranum og hinum opinbera frá árásum sem geta bæði haft umtalsverð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. Kvikmyndin The Interview fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Bandaríska alríkislögreglan FBI greindi frá því fyrr í dag að norður-kóresk stjórnvöld stæðu á bakvið tölvuárásirnar á Sony síðustu vikur. Stofnunin segir rannsókn þeirra hafa sýnt fram á tengsl árásanna við aðila tengda norður-kóreskum stjórnvöldum. Talsmenn Sony segja að enn standi til að sýna myndina, þó það verði á öðrum vettvangi. Ákvörðun um að hætta við sýningu myndarinnar var tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að hún yrði ekki tekin til sýninga hjá þeim. Tölvuþrjótarnir höfðu þá hótað öllum þeim sem myndu leggja leið sína í kvikmyndahús til að sjá myndina. Sony-hakkið Tengdar fréttir Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 FBI sakar Norður-Kóreu um tölvuárásirnar á Sony Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að norður-kóresk stjórnvöld liggi að baki tölvuárásum á Sony vegna myndarinnar The Interview. 19. desember 2014 17:06 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heitið því að Bandaríkjastjórn muni bregðast við tölvuárás Norður-Kóreumanna á Sony Pictures vegna kvikmyndarinnar The Interview. Forsetinn segir það hafa verið mistök af hálfu Sony að hafa hætt við sýningu myndarinnar, en upphaflega til stóð að frumsýna hana í kvikmyndahúsum á jóladag. „Við munum bregðast við,“ sagði Obama við blaðamenn án þess þó að fara út í smáatriði. „Við getum ekki búið við samfélag þar sem einhver einræðisherra einhvers staðar úti í heimi getur beitt ritskoðun í Bandaríkjunum.“Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að Obama segi það mikilvægt að vernda bæði tölvukerfi í einkageiranum og hinum opinbera frá árásum sem geta bæði haft umtalsverð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif. Kvikmyndin The Interview fjallar um tvo sjónvarpsmenn sem fá það verkefni að ráða Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Bandaríska alríkislögreglan FBI greindi frá því fyrr í dag að norður-kóresk stjórnvöld stæðu á bakvið tölvuárásirnar á Sony síðustu vikur. Stofnunin segir rannsókn þeirra hafa sýnt fram á tengsl árásanna við aðila tengda norður-kóreskum stjórnvöldum. Talsmenn Sony segja að enn standi til að sýna myndina, þó það verði á öðrum vettvangi. Ákvörðun um að hætta við sýningu myndarinnar var tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að hún yrði ekki tekin til sýninga hjá þeim. Tölvuþrjótarnir höfðu þá hótað öllum þeim sem myndu leggja leið sína í kvikmyndahús til að sjá myndina.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15 Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 FBI sakar Norður-Kóreu um tölvuárásirnar á Sony Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að norður-kóresk stjórnvöld liggi að baki tölvuárásum á Sony vegna myndarinnar The Interview. 19. desember 2014 17:06 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Fullyrða að Norður-Kórea hafi staðið að árásinni á Sony „Það var mjög viturt af ykkur að hætta við útgáfu The Interview,“ sagði meðal annars í póstinum sem yfirmenn hjá Sony fengu frá tölvuþrjótunum í gær. 19. desember 2014 16:15
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45
FBI sakar Norður-Kóreu um tölvuárásirnar á Sony Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að norður-kóresk stjórnvöld liggi að baki tölvuárásum á Sony vegna myndarinnar The Interview. 19. desember 2014 17:06
Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19
Team America tekin úr sýningu Kvikmyndahús ætluðu að sýna brúðumyndina í stað The Interview, en dreifingaraðili myndarinnar bannaði það. 19. desember 2014 10:10