Stærstu skjálftar við Bárðarbungu frá því um hádegi í gær urðu kl. 18:42 í gær 4,4 stig og kl. 05:25 í morgun 4,3 stig. Rúmlega 40 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu á síðasta sólarhring.
Lítil virkni hefur verið í ganginum en mjög hvasst hefur verið á landinu og við slíkar aðstæður vilja minnstu skjálftarnir týnast í bakgrunnshávaðanum. Ágætlega sást til gossins á vefmyndavélum í morgun.

