Jeppar að verðmæti eins og hálfs milljarðs króna hér á landi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:26 Hér má sjá bílaflotann sem hingað er kominn til lands. Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum. Bílar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Hér á landi er nú gríðarlega mikill fjöldi jeppa af tegundinni Land Rover Discovery Sport. Jepparnir hafa verið fluttir inn til landsins því næstu sex vikurnar fer fram kynning fyrir bílablaðamenn á þessari nýju tegund jeppa. Einnig eru fleiri jeppar frá Land Rover. Alls er talið að um 160 jeppar frá fyrirtækinu hafi verið fluttir inn sérstaklega í tengslum við kynninguna. Varlega áætlað er sameiginlegt verðmæti jeppanna vel á annan milljarð króna. Von er á miklum fjölda erlendra bílablaðamanna í tengslum við kynninguna. Búist er við yfir þúsund blaðamönnum sem munu koma hingað og prófa Land Rover Discovery Sport jeppann, auk þess sem þeir geta reynsluekið jeppum á borð við Range Rover Evoque og fleiri sambærilegra bíla. Land Rover Discovery Sport er einskonar arftaki Land Rover Freelander jeppans, en er ekki enn kominn í sölu. Blaðamennirnir munu gista á þremur hótelum í borginni. Bílarnir koma hingað til lands beint frá Land Rover verksmiðjunni í Bretlandi og verða fluttir út aftur að kynningunni lokinni. Hér að neðan má sjá myndir af jeppunum.
Bílar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent