Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 18:15 Helgi Sveinsson. mynd/skjáskot „Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember. Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
„Ég var 19 ára þegar það þurfti að taka af mér fótinn,“ segir Helgi Sveinsson, heims- og Evrópumeistari fatlaðra í spjótkasti, við CNN. Helgi er til viðtals í þættinum Human to Hero þar sem hann segir sína sögu. „Ég byrjaði að æfa handbolta þegar ég var tíu ára gamall og áttaði mig fljótlega á því að það var mín íþrótt,“ segir hann. „Átján ára byrjaði ég að finna fyrir sársauka í fætinum og fékk þau svör að það væri krabbamein í honum.“ „Ég hugsaði með mér að atvinnumannaferillinn í íþróttum sem mig dreymdi um færi farinn út um gluggann.“ Helgi segist hafa beðið um gervifót til að stunda íþróttir og eftir það hafi ekki verið aftur snúið. „Eftir þrettán ára fjarveru frá íþróttum byrjaði ég að æfa frjálsíþróttir. Ég sá spjót liggja á grasinu þannig ég tók það upp og kastaði því. Ég fann það strax að þetta væri mitt sport. Gamla handboltaöxlin var komin aftur í gang,“ segir Helgi. „Fyrsta kast mitt með spjóti var sex metrum lengra en lágmarkið var inn á EM. Eftir það hugsaði ég með mér að ég get orðið bestur í þessari íþrótt.“ Besti árangur Helga er 51,81 metri en heimsmetið í greininni eru 52,79 metrar. Hann stefnir ekki bara á að bæta heimsmetið heldur miklu lengra en það. „Ég vil verða fyrsti maðurinn sem hefur misst fótinn til að kasta 60 metra. Ég elska allt við þetta. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna þegar maður nær fullkomnu kasti. Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna,“ segir Helgi Sveinsson. Innslagið, sem er tekið í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum, má sjá með því að smella hér. Um stiklu úr stærra innslagi er að ræða, en það verður sýnt á sama stað þann 10. desember.
Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira