Stöð 2 í samstarf við HBO Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 15:40 Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla og Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO. ,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“ Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira
,,Við erum himinlifandi með þennan samning enda býður HBO upp á efni í hæsta gæðaflokki,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla. 365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Fram kemur í tilkynningu Stöðvar 2 að samningurinn tryggi Stöð 2 viðamil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon. Í tilkynningunni frá Stöð 2 segir orðrétt:„Auk réttinda á efni fyrir línulega dagskrá Stöðvar 2 og hliðarrása felur samningurinn einnig í sér fjölbreytt þriðju kynslóðar réttindi svo sem fyrir þjónustuna Stöð 2 Maraþon, þar sem áskrifendur geta horft á heilar sjónvarpsþáttaseríur eftir hentugleika, sem og réttindi fyrir streymi um snjalltæki og vef. Samningurinn skapar því sérstöðu fyrir Maraþonið þar sem efni HBO er ekki aðgengilegt á Netflix.“ „Við sjáum einnig mikil tækifæri í að tryggja okkur réttindi, bæði fyrir línulega dagskrá og Stöð 2 Maraþon þar sem við vitum að áskrifendur okkar vilja hafa aðgang að uppáhaldsefninu sínu hvar og hvenær sem er,“ bætir Sævar Freyr við. Jennifer Bown, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO segir ánægjulegt að nú megi kalla Stöð 2 „Heimili HBO“ (sem á ensku er kallað Home of HBO). „Með því að skilgreina Stöð 2 sem Heimili HBO skapast tækifæri til að nýta nýtt efni sem og viðamikið safn til að skapa HBO ríkari sess í íslensku sjónvarpsframboði. 365 miðlar hafa verið „valued partners“ undanfarin ár og við erum glöð að stíga næsta skref í okkar samstarfi“ segir Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.“ Í tilkyningu Stöðvar 2 er farið yfir starfsemi HBO og hvaða þætti fyrirtækið framleiðir:„HBO státar af mörgum af flottustu og umtöluðustu þáttaröðum í sjónvarpi í dag og hefur verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildamynda sem hlotið hafa ótal Emmy- og Golden Globe tilnefningar og verðlaun síðustu ár. Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO undanfarin ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt þætti eins og Newsroom, Banshee, Girls, Boardwalk Empire, The Knick og síðast en ekki síst Game of Thrones. Með nýjum samningi mun Stöð 2 hafa einkarétt á að frumsýna efni HBO út árið 2019 þar með talið sjónvarpsserúr, mini-seríur, kvikmyndir, boxviðburði sem og heimildamyndir og annað efni. Meðal þess sem framundan er á nýju ári eru nýjar seríur af Game of Thrones, True Detective, Girls og Looking. Þá mun Stöð 2 hefja sýningar á umtöluðum spjallþáttum John Oliver, Last Week Tonight, í febrúar 2015 og auka til muna sýningu á öðru gæðaefni HBO.“
Game of Thrones Golden Globes Netflix Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kaupmáttur jókst á milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Sjá meira