Chris Como er nýr sveifluþjálfari Tiger Woods 3. desember 2014 19:21 Chris Como í kennslumyndbandi á vefsíðunni Golf.com. Það segir sig sjálft að nýi sveifluþjálfari Tiger Woods verður töluvert í sviðsljósinu á komandi mánuðum en fyrir stuttu tilkynnti Woods að hann hefði ráðið Texasbúann Chris Como til þess að aðstoða sig. Como hefur ekki unnið með mörgum stórstjörnum í golfheiminum áður og hefur töluvert öðruvísi ferilskrá heldur en fyrrum þjálfarar Woods, sem margir hverjir hafa verið stór og þekkt nöfn. Como er hins vegar sagður feiminn og hlédrægur kennari sem ásamt því að stunda golfkennslu er í mastersnámi í líftæknifræði. Það kom því töluvert á óvart þegar að Woods tilkynnti um nýja þjálfara sinn sem hefur aðeins unnið með þremur kylfingum á PGA-mótaröðinni áður en það eru þeir Trevor Immelman, Richard Lee og Aaron Baddeley. Þeir hafa allir sagt að Como hafi hjálpað þeim töluvert enda sé hann mikill vísindamaður sem reynir að sníða sveifluna að líkamsbyggingu hvers kylfings sem hann kennir. Það gæti vel verið að það sé nákvæmlega það sem Tiger Woods þarf á að halda, þar sem hann hefur átt í miklum meiðslavandræðum á undanförnum árum. Woods hefur sagt við fréttamenn að hann og Como hugsi á svipaðan hátt um golfsveifluna og að samvinna þeirra hafi farið vel af stað en áhugavert verður að sjá hvort að sveifla þessa fyrrum besta kylfings heims muni breytast á komandi misserum. Aðeins einn dagur er í endurkomu Tiger Woods á golfvöllinn eftir langt hlé en á morgun hefst Hero World Challenge mótið á Isleworth í Flórída þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsending frá fyrsta hring hefst klukkan 19:00 á morgun. Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það segir sig sjálft að nýi sveifluþjálfari Tiger Woods verður töluvert í sviðsljósinu á komandi mánuðum en fyrir stuttu tilkynnti Woods að hann hefði ráðið Texasbúann Chris Como til þess að aðstoða sig. Como hefur ekki unnið með mörgum stórstjörnum í golfheiminum áður og hefur töluvert öðruvísi ferilskrá heldur en fyrrum þjálfarar Woods, sem margir hverjir hafa verið stór og þekkt nöfn. Como er hins vegar sagður feiminn og hlédrægur kennari sem ásamt því að stunda golfkennslu er í mastersnámi í líftæknifræði. Það kom því töluvert á óvart þegar að Woods tilkynnti um nýja þjálfara sinn sem hefur aðeins unnið með þremur kylfingum á PGA-mótaröðinni áður en það eru þeir Trevor Immelman, Richard Lee og Aaron Baddeley. Þeir hafa allir sagt að Como hafi hjálpað þeim töluvert enda sé hann mikill vísindamaður sem reynir að sníða sveifluna að líkamsbyggingu hvers kylfings sem hann kennir. Það gæti vel verið að það sé nákvæmlega það sem Tiger Woods þarf á að halda, þar sem hann hefur átt í miklum meiðslavandræðum á undanförnum árum. Woods hefur sagt við fréttamenn að hann og Como hugsi á svipaðan hátt um golfsveifluna og að samvinna þeirra hafi farið vel af stað en áhugavert verður að sjá hvort að sveifla þessa fyrrum besta kylfings heims muni breytast á komandi misserum. Aðeins einn dagur er í endurkomu Tiger Woods á golfvöllinn eftir langt hlé en á morgun hefst Hero World Challenge mótið á Isleworth í Flórída þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina en útsending frá fyrsta hring hefst klukkan 19:00 á morgun.
Golf Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti