Rannsaka hvort Norður-Kórea sé á bakvið tölvuárásina Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2014 22:55 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/AFP Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu. Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Bandarísk yfirvöld telja líklegt að Norður-Kórea sé á bakvið árás sem gerð var á tölvukerfi Sony í síðustu viku. Fréttastofan Reuters hefur það eftir ónafngreindum heimildarmanni í þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna. Árásin átti sér stað þann 24. nóvember síðastliðinn og er málið til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Tölvuþrjótarnir á bakvið árásina náðu miklu magni af upplýsingum af tölvukerfi Sony og í það minnsta hluti þeirra gagna hafa verið birtar á netinu. Heimildarmaður Reuters, sem tjáði sig með því skilyrði að nafn hans yrði ekki birt, sagði að rannsóknin beindist að fleirum en stjórnvöldum í Pyongyang og að of snemmt væri að fullyrða að norðurkóreskir hakkarar væru sökudólgarnir. Meðal gagna sem lekið hafa á netið úr innbrotinu eru óútgefnar kvikmyndir frá Sony. Þá hafa einnig verið birt laun aðalleikaranna í myndinni The Interview, en hún hefur vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Norður-Kóreu. Söguþráður myndarinnar snýst um tilraun til að ráða Kim Jong-un einræðisherra ríkisins bana.Bandaríska tæknisíðan The Verge greindi frá því í kvöld að tölvuöryggisfyrirtækið AlienVault hafi með rannsóknum sínum á hugbúnaðinum sem notaður var í árásinni komist að þeirri niðurstöðu að hugbúnaðurinn hafi verið settur saman á tölvu sem stillt væri á kóresku. Þykir það renna stoðum undir kenningar um aðild Norður-Kóreu að innbrotinu.
Sony-hakkið Tengdar fréttir Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu Norðurkóreskur embættismaður segir stjórnvöld ekki hafa átt aðkomu að árásinni. 4. desember 2014 18:11