Þetta gerist þegar maður kaupir hlægilega ódýr föt á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 16:30 Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira