Fótbolti

Messi svaraði þrennu Ronaldo frá því í gær

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vísir/Getty
Lionel Messi gat ekki verið minni maður en Cristiano Ronaldo sem skoraði þrennu fyrir Real Madrid í gær. Messi skoraði þrennu fyrir Barcelona sem lagði nágrana sína í Espanyol 5-1 á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Sergio Garcia fyrrum leikmaður Barcelona kom Espanyol yfir eftir aðeins þrettán mínútur með góðu skoti en Lionel Messi jafnaði metin rétt áður en flautað var til hálfleiks. Þetta var 400. mark Messi fyrir Barcelona.

Barcelona gerði út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Eftir fimm mínútur hafði Messi skorað annað mark sitt og þremur mínútum síðar stangaði Gerard Piqué hornspyrnu Ivan Rakitic í netið.

Leikmenn Barcelona voru þó ekki hættir. Þrettán mínútum fyrir leikslok skoraði Pedro sem kom inn á sem varamaður fyrir Luis Suarez og fjórum mínútum síðar fullkomnaði Messi þrennuna.

Barcelona er í öðru sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Real Madrid. Espanyol er í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×