Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2014 18:30 Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll. Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. Sala Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. virðist ætla að draga dilk á eftir sér en hlutur bankans í fyrirtækinu var seldur án auglýsingar. Bankastjóri Landsbankans hefur sagt að það hafi verið erfitt ef ekki ómögulegt fyrir bankann að selja hlutinn í opnu söluferli því bankinn hafi takmarkaða aðkomu haft að Borgun hf. sem áhrifalaus minnihlutaeigandi, vegna ákvarðana Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn er núna í viðræðum við Arion banka um að sá síðarnefndi kaupi 38 prósenta hlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor hf. Og það sama er uppi á teningnum þar, ekki er um opið söluferli að ræða. „Valitor er dótturfélag Arion banka og þar erum við í sama myrkrinu þannig að þar eiga sömu sjónarmið mið. Það kom álitlegt tilboð og við erum að skoða það,“ sagði Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Samkeppniseftirlitið hefur meinað Landsbankanum að hafa afskipti af störfum stjórnar Valitor, rétt eins og í tilviki Borgunar og því voru stjórnarmenn bankans í þessum fyrirtækjum í raun óvirkir. Landsbankinn gat ekki gefið þeim fyrirmæli af neinu tagi. Það var þetta sem Steinþór var að vísa í. Bankinn gæti ekki nálgast upplýsingar um fyrirtækin fyrir væntanlega kaupendur. Efnahags- og viðskiptanefnd skoðar málið Að undirlagi Árna Páls Árnasonar alþingismanns hefur Steinþór verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis næsta mánudag ásamt Jóni Gunnari Jónssyni forstjóra Bankasýslu ríkisins og Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins til að ræða söluna á Borgun. „Mér segja fróðir menn að það sé hægt að fá utanaðkomandi ráðgjafa að annast sölu eða koma á umgjörð til að upplýsingar séu tiltækar fyrir kaupendur þótt bankinn fái ekki að sjá þær sjálfur. Og ég vil fá skýringar á því hvers vegna sá kostur var ekki valinnn,“ segir Árni Páll. Hann segir það gagnrýnivert að ekki séu verklagsreglur sem bindi hendur stjórnenda Landsbankans við sölu á eignum bankans. Arion banki á meirihluta í Valitor og Íslandsbanki á meirihluta í Borgun. „Eignarhald á Íslandsbanka og Arion banka er í uppnámi. Það að Landsbankinn, ríkisbanki, sé í einhverjum feluleik að selja völdum hópum lykilaðstöðu gagnvart þessum tveimur bönkum lyktar af því að verið sé að velja þær klíkur sem fái að eignast þessa banka,“ segir Árni Páll.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27 Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00 Fengu einir að kaupa Borgun 29. nóvember 2014 12:00 Landsbankinn að selja hlut sinn í Valitor til Arion banka 1. desember 2014 20:21 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Fulltrúar Landsbankans kallaðir á fund Alþingis Fulltrúar Landsbankans, Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins hafa verið boðaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða sölu á hlut bankans í Borgun. 5. desember 2014 18:27
Jónas biðst vægðar í eina viku Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, segir ný hneyksli í boði ríkisstjórnarinnar daglegt brauð. 30. nóvember 2014 17:00