Jordan Spieth í yfirburðastöðu í Flórída 7. desember 2014 11:52 Pútterinn hefur verið sjóðandi heitur hjá Spieth um helgina. AP Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira