Jordan Spieth í yfirburðastöðu í Flórída 7. desember 2014 11:52 Pútterinn hefur verið sjóðandi heitur hjá Spieth um helgina. AP Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hinn ungi Jordan Spieth hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth í Flórída en fyrir lokahringinn leiðir þessi magnaði kylfingur með sjö höggum eftir þriðja hring upp á 63 högg eða níu undir pari. Spieth hefur átt mjög gott ár og hefur jafnt og þétt klifrað upp í hæstu sæti heimslistans í golfi með nokkrum frábærum frammistöðum, án þess að hafa unnið mörg mót. Það er samt greinilegt að þessi skemmtilegi kylfingur er enn að taka framförum því á undanförnum vikum hefur hann spilað hreint út sagt stórkostlegt golf en í síðustu viku sigraði hann á Opna ástralska meistaramótinu eftir lokahring upp á 63 högg sem Rory McIlroy lýsti sem „mögnuðum“. Í öðru sæti á 13 höggum undir pari eru þeir Henrik Stenson og Keegan Bradley sem lék mjög gott golf í gær og kom inn á 65 höggum eða sjö undir pari.Tiger Woods átti ágætan þriðja hring í endurkomu sinni þrátt fyrir að hafa verið með flensu. Hann kom inn á 69 höggum eða þremur undir pari og er því á sléttu pari eftir að hafa leikið fyrsta hring á 77 höggum. Það þarf hálfgert kraftaverk á Isleworth vellinum til þess að einhver nái Jordan Spieth á lokahringnum í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira