Ótrúlegur fornbílafundur í Frakklandi Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2014 15:05 Það er ekki á hverjum degi sem finnast 100 fornbílar í einu sem flestir bílaáhugamenn slefa yfir. Þetta gerðist þó í Frakklandi fyrir stuttu og fundust bílarnir í yfirgefinni skemmu sem vart heldur veðri og vindum. Bílarnir eru frá fyrstu árum síðustu aldar til rösklega 1970. Það var auðmaðurinn og bílasafnarinn Roger Baillon, Frakki sem efnast hafði á ýmiskonar samgöngutækjum, sem átti þetta bílasafn, en tilvist þess var gleymd í skemmunni. Sextíu af þessum 100 bílum eru í söluhæfu ástandi og verða þeir boðnir upp af Arterial uppboðshúsinu í Frakklandi þann 6. febrúar næstkomandi. Á meðal bílanna sem fundust eru sjaldgæfir Bugatti bílar, Porsche, Ferrari, Maserati og Jaguar og heilmargir franskir gamlir bílar. Verðmætasti bíllinn er vafalaust 1961 árgerðin af Ferrari 250 GT SWB California, en einungis voru framleidd 37 eintök af honum og var talið að þetta tiltekna eintak væri að eilífu týnt. Uppboðshúsið telur að fyrir þann bíl muni fást 12 milljónir evra, eða 1,85 milljarður króna. Fyrir eintak af Maserati A6G Gran Sport Frua af árgerð 1956 er búist við að fáist 1,2 milljónir evra, eða 185 milljónir króna. Uppboðshúsið Arterial telur að þessi fundur bílanna eigi engan sinn líkan og líklega muni aldrei finnast eins stórt safn gamalla bíla sem enginn vissi í raun neitt um. Sjá má myndir af ástandi bílanna í meðfylgjandi myndskeiði. Bílar video Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent
Það er ekki á hverjum degi sem finnast 100 fornbílar í einu sem flestir bílaáhugamenn slefa yfir. Þetta gerðist þó í Frakklandi fyrir stuttu og fundust bílarnir í yfirgefinni skemmu sem vart heldur veðri og vindum. Bílarnir eru frá fyrstu árum síðustu aldar til rösklega 1970. Það var auðmaðurinn og bílasafnarinn Roger Baillon, Frakki sem efnast hafði á ýmiskonar samgöngutækjum, sem átti þetta bílasafn, en tilvist þess var gleymd í skemmunni. Sextíu af þessum 100 bílum eru í söluhæfu ástandi og verða þeir boðnir upp af Arterial uppboðshúsinu í Frakklandi þann 6. febrúar næstkomandi. Á meðal bílanna sem fundust eru sjaldgæfir Bugatti bílar, Porsche, Ferrari, Maserati og Jaguar og heilmargir franskir gamlir bílar. Verðmætasti bíllinn er vafalaust 1961 árgerðin af Ferrari 250 GT SWB California, en einungis voru framleidd 37 eintök af honum og var talið að þetta tiltekna eintak væri að eilífu týnt. Uppboðshúsið telur að fyrir þann bíl muni fást 12 milljónir evra, eða 1,85 milljarður króna. Fyrir eintak af Maserati A6G Gran Sport Frua af árgerð 1956 er búist við að fáist 1,2 milljónir evra, eða 185 milljónir króna. Uppboðshúsið Arterial telur að þessi fundur bílanna eigi engan sinn líkan og líklega muni aldrei finnast eins stórt safn gamalla bíla sem enginn vissi í raun neitt um. Sjá má myndir af ástandi bílanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Bílar video Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent