Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2014 21:15 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. Þar segja menn að samstaða heimamanna á Austurlandi hafi bjargað honum. Fyrir hálfri öld stóðu húsmæðraskólar með blóma í helstu héruðum landsins. Þeir voru tíu talsins en nú eru aðeins tveir eftir; í Reykjavík og sá á Hallormsstað. Þegar spurt er hversvegna hann lifði af, einn sveitaskólanna, meðan hinir lögðust af í rauðsokkabyltingunni upp úr 1970 segir skólameistarinn, Bryndís Fiona Ford, að samstaða heimamanna hafi ráðið úrslitum.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var samfélagið hér sem var stolt af þessum skóla og vildi ekki sjá hann loka á sínum tíma og tók höndum saman,“ segir Bryndís í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Aðsóknin hrundi líka að þessum skóla en í umbreytingarferli dóu Austfirðingar ekki ráðalausir. Benedikt Blöndal á Hallormsstað, sem snattast hefur í kringum skólann frá unga aldri, segir að þá hafi mönnum hugkvæmst að hafa þar heimilisfræðikennslu fyrir grunnskólabörn af Austurlandi. „Raunverulega hugsa ég að það hafi bara bjargað skólanum,“ segir Benedikt. Áður fyrr var þetta tveggja vetra nám en er núna einnar annar. Á haustönninni núna eru nítján stúlkur og einn piltur í skólanum. Í matsalnum spurðum við nemendur hvort þeim þætti skólinn gamaldags eða nútímalegur. Sóley Þrastardóttir, 18 ára nemandi úr Njarðvík, svaraði spurningunni þannig að það skipti ekki máli hvort þú værir fæddur 1960 eða 2030. „Þetta er eitthvað sem þú átt alltaf eftir að geta notað. Þú átt eftir að elda, alltaf. Þú getur alltaf prjónað, alltaf saumað. Þú þarft að strauja og þvo skó og svoleiðis. Þannig að mér finnst þetta alltaf nútímalegur skóli,“ sagði Sóley. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 kl. 19.25 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, kynnumst við lífinu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.Úr "Baðstofunni" á Hallormsstað. Þar eru vefstólarnir en vefnaður er ein af valgreinum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent