Fótbolti

Liverpool gerði jafntefli og fer í Evrópudeildina | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool-menn taka miðju eftir fyrsta markið.
Liverpool-menn taka miðju eftir fyrsta markið. vísir/getty
Liverpool tókst ekki að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Liðið þurfti að vinna Basel á heimavelli en gerði aðeins 1-1 jafntefli í skemmtilegum leik.

Liverpool-liðið var úti á þekju í fyrri hálfleik og var undir eftir fyrri 45 mínúturnar, 1-0. Fabian Frei skoraði mark gestanna með hnitmiðuðu skoti vinstra megin úr teignum. Simon Mignolet skutlaði sér ekki einu sinni á eftir boltanum.

Brendan Rodgers gerði tvær skiptingar í hálfleik og Liverpool mætti öflugra til leiks. Það varð þó fyrir áfalli eftir klukkutíma þegar annar varamaðurinn sem kom inn á í hálfleik, Lazar Markovic, lét reka sig út af með beint rautt spjald.

Einum færri skoraði Liverpool mark, en það gerði fyrirliðinn Steven Gerrard. Hann þrumaði boltanum í netið, beint úr aukaspyrnu, og hélt vonum heimamanna á lífi.

Því miður fyrir Liverpool náði það ekki að bæta við marki. Lokatölur, 1-1, og fer Basel í 16 liða úrslitin en Liverpool í Evrópudeildina.

Fabian Frei kemur Basel í 0-1: Lazar Markovic fær beint rautt: Steven Gerrard jafnar fyrir Liverpool, 1-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×