Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2014 20:00 Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín. Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. Hjónin í Langholti 2 segja nágranna sinn í Langholti 1 stórhættulegan og saka hann um að hafa reynt að aka yfir þau oftar en einu sinni á skurðgröfu. Stór beltagrafa var á hlaðinu í Langholti 2 í dag en hana höfðu hjónin fengið til að ryðja burt grjótvegg sem þau segja að hafi verið reistur í óleyfi á þeirra landi. Deilt er um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Bóndinn í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að ábúandinn á nágrannabænum sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins og kærurnar hlaðast upp. Hreggviður Hermannsson á Langholti 1 segir að lögreglan hafi komið 65 sinnum á síðustu 18 mánuðum, hann hafi fengið á sig 30 kærur og nágrannar hans hafi kallað hann öllum illum nöfnum og slegið til hans. Ragnar Björgvinsson í Langholti 2, segir nágrannann hafa reynt að aka yfir þau á skurðgröfu oftar en einu sinni, hann hafi rifið tré upp með rótum og sprengt dekk svo fátt eitt sé talið, en Hreggviður vísar því á bug. Fríður Sólveig Hannesdóttir eiginkona hans hefur gert ófá heimamyndbönd um nágranna sinn og deilurnar. Kim Andersen, nágranni fólksins sem á í deilunum, bar sig aumlega í viðtali við Stöð 2 og sagðist hræddur um sig og börnin sín.
Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Tengdar fréttir Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12