Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Skjóðan skrifar 10. desember 2014 13:00 Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. Landsbankinn er líka að selja hlut sinn í Valitor og ætlar að nota sömu aðferð og við söluna á Borgun. Það á að selja hlutinn í beinni sölu til Arion banka án þess að leita eftir öðrum tilboðum. Landsbankinn er næstum að fullu í eigu ríkisins og því eru stjórnendur Landsbankans að höndla með eigur almennings þegar þeir ráðstafa eignum bankans. Það hlýtur að vera ófrávíkjanleg krafa að þeir sem véla með almannaeignir leggi ávallt höfuðáherslu á að hámarka virði þeirra og gæta þess að gegnsæi við ráðstöfun þeirra sé eins mikið og mögulegt er. Það eru vond rök og óboðleg að rétt hafi verið að selja hluti bankans í greiðslukortafyrirtækjum án þess að leita eftir hæstu tilboðum vegna þess að Landsbankinn hafi sem minnihlutaeigandi haft takmarkaða möguleika á að afla sér upplýsinga um rekstur þessara fyrirtækja. Óboðlegt er líka að bankar séu sjálfir að sjá um sölu á fyrirtækjum í sinni eigu. Mun heillavænlegra og eðlilegra er að fengnir séu óháðir aðilar til að sjá um slíkar sölur í opnu ferli. Fjármálaráðherra fer með hluti ríkisins í endurreistu bönkunum og felur Bankasýslu ríkisins að fara með eigendavald á hluthafafundum þeirra. Bankasýslan ber þannig ábyrgð á því hvernig stjórn Landsbankans er skipuð og þar með einnig því hver situr í forstjórastóli bankans og hvernig eignum hans er ráðstafað. Nú hefur komið fram að hlutabréf Landsbankans í Borgun voru seld á tæplega sjöföldu margfeldi hagnaðar síðasta árs. Þetta margfeldi er mun lægra en margfeldi sambærilegra fyrirtækja erlendis, þar sem algengt er að margfeldið sé á bilinu 20-30 sinnum. Ekki er hægt að reikna með fyllilega sambærilegu margfeldi inni í gjaldeyrishöftum og tíðkast í Bandaríkjunum en við blasir að margfeldi sem er á bilinu 1/3-1/4 af því sem tíðkast erlendis gefur til kynna að Borgun hafi verið seld á allt of lágu verði. Slíkt væri mögulega hægt að réttlæta að undangengnu útboði fyrir opnum tjöldum en ekki þegar ákveðið er að selja hlutinn beint til valinna aðila án þess að leita annarra tilboða.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira