Hlaða splundraðist í óveðrinu Bjarki Ármannsson skrifar 9. desember 2014 23:11 Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík var kölluð út um áttaleytið í kvöld vegna mikilla skemmda á hlöðunni í Minnihlíð. Vísir/Hafþór Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík var kölluð út um áttaleytið í kvöld vegna mikilla skemmda á hlöðunni í Minnihlíð. Sigurjón Sveinsson, formaður Ernis, segir ýmsar hugmyndir á lofti um hvernig hlaðan skemmdist. „Það er hjallur sem hefur splundrast þarna fyrir neðan og brak farið úr honum á hlöðu þarna og þakið fór af með öllu,“ segir Sigurjón. „Svo fór restin af brakinu í næsta fjárhúsið að ofan, eitthvað inn um glugga þar, og í rúllustafla á næsta bæ fyrir ofan.“ Hlaðan var mannlaus og engan sakaði. Sigurjón segir veðrið hafa verið svo hvasst þegar tilkynningin barst til björgunarsveitarinnar að bóndinn á næsta bæ við Minnihlíð hafi ekki þorað út til að athuga hvað hefði gerst. „Við tókum það sem var laust og náðum að fergja það,“ segir hann. „En það vantar ábyggilega meira en helminginn af hlöðunni.“ Mikið fárvirðri hefur gengið yfir á Vestfjörðum í dag og í kvöld en Sigurjón segir það hafa gengið mikið niður á Bolungarvík. Liðsmenn Ernis séu þó áfram á vaktinni en mun minna er að gera hjá þeim nú en fyrr í kvöld. „Það voru bárujárnsplötur, brotin rúða,“ segir hann um helstu verkefni Ernismanna. „Svona hefðbundið óveðursvesen.“ Hafþór Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði þessum myndum af hlöðunni í Minnihlíð nú fyrr í kvöld.Vísir/HafþórVísir/HafþórVísir/Hafþór Veður Tengdar fréttir „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Ófært um Hellisheiði en opið um Þrengsli Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. 9. desember 2014 07:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík var kölluð út um áttaleytið í kvöld vegna mikilla skemmda á hlöðunni í Minnihlíð. Sigurjón Sveinsson, formaður Ernis, segir ýmsar hugmyndir á lofti um hvernig hlaðan skemmdist. „Það er hjallur sem hefur splundrast þarna fyrir neðan og brak farið úr honum á hlöðu þarna og þakið fór af með öllu,“ segir Sigurjón. „Svo fór restin af brakinu í næsta fjárhúsið að ofan, eitthvað inn um glugga þar, og í rúllustafla á næsta bæ fyrir ofan.“ Hlaðan var mannlaus og engan sakaði. Sigurjón segir veðrið hafa verið svo hvasst þegar tilkynningin barst til björgunarsveitarinnar að bóndinn á næsta bæ við Minnihlíð hafi ekki þorað út til að athuga hvað hefði gerst. „Við tókum það sem var laust og náðum að fergja það,“ segir hann. „En það vantar ábyggilega meira en helminginn af hlöðunni.“ Mikið fárvirðri hefur gengið yfir á Vestfjörðum í dag og í kvöld en Sigurjón segir það hafa gengið mikið niður á Bolungarvík. Liðsmenn Ernis séu þó áfram á vaktinni en mun minna er að gera hjá þeim nú en fyrr í kvöld. „Það voru bárujárnsplötur, brotin rúða,“ segir hann um helstu verkefni Ernismanna. „Svona hefðbundið óveðursvesen.“ Hafþór Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði þessum myndum af hlöðunni í Minnihlíð nú fyrr í kvöld.Vísir/HafþórVísir/HafþórVísir/Hafþór
Veður Tengdar fréttir „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Ófært um Hellisheiði en opið um Þrengsli Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. 9. desember 2014 07:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45
Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10
Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13
Ófært um Hellisheiði en opið um Þrengsli Einnig er ófært á Krísuvíkurvegi en annars er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Suðurlandi. 9. desember 2014 07:58