Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 16:34 Flugstöð Leifs Eiríkssonar vísir/gva Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín. Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín.
Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira