Mikil röskun á innanlands- og millilandaflugi Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2014 19:59 Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst. Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst.
Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40
Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14
Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34
Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02
Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51