Mikil röskun á innanlands- og millilandaflugi Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2014 19:59 Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst. Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst.
Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40
Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14
Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34
Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02
Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51