Hanna Birna hættir Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2014 13:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í dag en Lekamálið hefur reynst henni erfitt. vísir Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta. Lekamálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Uppfært klukkan 15:20Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna afsagnar sinnar. Þar segist hún hætta sem innanríkisráðherra en ætla að sitja áfram sem þingmaður. Þannig axli hún ábyrgð. Allt um yfirlýsingu Hönnu Birnu hér.Í spilaranum neðst í fréttinni má hlusta á þegar Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, afhenti fjölmiðlum yfirlýsingu ráðherra.Frétt Vísis frá fyrr í dag Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis mun Hanna Birna Kristjánsdóttir segja af sér sem innanríkisráðherra í dag. Þröngum hópi í kringum Hönnu Birnu var kunnugt um þetta, eða allt þar til klukkan um 13:30, að þetta fór að spyrjast út. Fréttamenn 365 reyndu að ná tali af Hönnu Birnu við ráðuneytið um 14:15, en hún fór inn bakdyramegin hússins þannig að ekki tókst að fá hana til að tjá sig um tíðindin. Nútíminn greindi fyrstur frá málinu en síðan aðrir miðlar.Sjá einnig: Ákvörðunin persónuleg en ekki pólitísk Heimildir Vísis herma að Hanna Birna hafi tilkynnt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benediktssyni um þessa ákvörðun sína símleiðis skömmu fyrir hádegi í dag en hún mætti ekki á ríkisstjórnarfund í morgun. Hanna Birna mun jafnframt hafa tilkynnt nánstu samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína fyrr í dag. Þá mun víst þykja að Hanna Birna ætli ekki segja af sér sem varaformaður Sjálftæðisflokksins, né mun hún hætta á þingi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Vísi hefur ekki tekist að ná í Hönnu Birnu vegna málsins ennþá, né Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu hennar. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki vita neitt um málið.Sjá einnig: Sjálfstæðismenn koma af fjöllum Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, sagði fyrr í dag, í samtali við Vísi, að Hanna Birna sé nú á ríkisstjórnarfundi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt um málið. Forsætisráðherra er að hans sögn nú á leið til Hafnar til að sitja miðstjórnarfund Framsóknarflokksins.Sjá einnig: „Vona innilega að hún segi af sér“Uppfært kl. 14:00 Vísir var að tala við Guðlaug Þór Þórðarson sitjandi þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, og hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að Hanna Birna ætlaði að segja af sér. Sér þætti þetta sérkennilegur tími til slíks, þessi dagur væri ekki góður til að segja af sér ráðherradómi. Ekki hefur verið boðað til þingflokksfundar, eftir því sem Guðlaugur Þór best veit -- og hann ætti að vita það.Uppfært kl.14:45Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að yfirlýsingar frá Hönnu Birnu sé að vænta.
Lekamálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira