Umfjöllun og viðtöl. Stjarnan - Akureyri 24-24 | Stjarnan fyrst til að taka stig af Atla Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 22. nóvember 2014 00:01 Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Stjarnan og Akureyri skildu jöfn, 24-24, í Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ í dag. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og Norðanmenn áttu fá svör við framliggjandi vörn heimamanna. Í sókninni var Egill Magnússon öflugur, en þessi efnilega skytta skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik, flest með þrumuskotum. Egill skoraði alls níu mörk í leiknum og markahæstur í liði Stjörnunnar. Stjarnan komst í þrígang fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, en Akureyri neitaði að gefast upp. Staðan var 10-6 þegar tólf mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, en gestirnir skoruðu þá fimm mörk gegn tveimur og voru aðeins einu marki undir í hálfleik, 12-11. Akureyringar voru fámennir í dag, með aðeins níu leikfæra útileikmenn. Atli Hilmarsson þurfti grafa djúpt ofan í fræðin og hann bauð upp á ýmsar útfærslur í sóknarleiknum. Akureyri spilaði t.a.m. á kafla með tvo línumenn og svo með þrjá örvhenta leikmenn inn á í einu. Tomas Olason hélt einnig uppteknum hætti frá síðustu leikjum og varði vel í leiknum. Hann endaði með 20 bolta varða, en kollegar hans í marki Stjörnunnar vörðu 14 skot. Framan af seinni hálfleik höfðu Stjörnumenn 1-2 marka forystu, en í stöðunni 17-15 breyttist leikurinn. Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og komst tveimur mörkum yfir, 17-19. Stjörnusóknin var hálf lömuð á þessum kafla og Akureyringar náðu mest þriggja marka forystu, 19-22, þegar Elías Már Halldórsson skoraði sitt fjórða mark í leiknum. Stjörnumenn sýndu hins vegar styrk á lokakafla leiksins og náðu að jafna í 23-23. Elías kom gestunum aftur yfir á lokamínútunni, en Ari Pétursson jafnaði jafnharðan fyrir Stjörnuna. Akureyri fékk svo tækifæri til að tryggja sér sigurinn undir blálokin, en skot Kristjáns Orra Jóhannsson fór í varnarvegg Stjörnunnar sem taldi aðeins þrjá menn. Lokatölur 24-24 í miklum spennuleik. Stjarnan er enn í 8. sæti Olís-deildarinnar, nú með átta stig, fjórum stigum meira en HK og Fram sem verma botnsætin tvö. Akureyri er í 5. sæti með 13 stig, en liðið hefur ekki tapað leik síðan Atli tók við þjálfun þess. Skúli: Spiluðum frábæra vörn á köflum„Þetta var hörkuleikur og varnirnar voru flottar. Við spiluðum frábæra vörn á köflum og mér fannst við vera betri aðilinn og á góðum degi hefðum við klárað þetta. „En sóknin brást okkur aðeins í seinni hálfleik og við komum okkur í óþarflega erfiða stöðu sem við reyndar unnum okkur út úr,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir jafnteflið gegn Akureyri í TM-höllinni í dag. Hann var þó sáttur að sínir menn hefðu náð stigi eftir að hafa verið þremur mörkum undir seint í leiknum. „Heilt yfir var gríðarlegur karakter að koma til baka og ná þessu stigi. Og miðað við stöðuna sem við vorum komnir í erum við sælir með stigið. Stjörnumenn byrjuðu leikinn vel og komust í þrígang fjórum mörkum yfir, en um miðjan fyrri hálfleik komust Akureyringar inn í leikinn. „Við hættum að vanda okkur á þessum kafla. Við ætluðum að vera pínu snjallir í vörninni, það var planið fyrir leikinn, en við vorum óskynsamir. Svo klikkuðum við á þremur vítum og hraðaupphlaupum og við vorum ekki að skjóta nógu vel á markið. „En ég er ánægður með endurkomuna, varnarleikurinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og sóknarleikurinn var góður í seinni hálfleik,“ sagði Skúli að lokum. Sverre: Fögnum einu og grátum annað„Maður er alltaf svekktur að fá bara eitt stig þegar það er möguleiki á tveimur. „Við vorum með þetta í hendi okkar undir lokin og það var kannski óþarfi að gefa þeim þetta stig,“ sagði Sverre Jakobsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Akureyrar, eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í dag. „En heilt yfir og miðað við ástandið á liðinu verðum við fagna því að hafa náð að búa til skemmtilegan leik úr þessu,“ bætti Sverre við, en mikil meiðsli eru í herbúðum Akureyrar þessa dagana. Liðið var t.a.m. aðeins með níu leikfæra útileikmenn í dag. „Eins og þú sást vorum við varla með mann á bekknum og það er ekkert auðvelt.“ „En það sýnir karakterinn í liðinu að hafa náð að vinna sig út úr þessu, jafna leikinn og búa til forskot sem við hefðum með smá heppni getað haldið. Í dag fögnum við einu stigi og grátum annað,“ sagði Sverre að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn