Volkswagen fjárfestir fyrir 13.100 milljarða til að ná Toyota í sölu Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 14:48 Úr einni verksmiðju Volkswagen. Volkswagen ætlar ekki að slaka á klónni í viðleytni sinni við að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi. Til stendur að fjárfesta fyrir 13.100 milljarða króna, eða 106 milljarða dollara á næstu 5 árum í þróun nýrra bíla sinna. Á þetta við öll merkin sem heyra undir Volkswagen bílafjölskylduna. Þetta þýðir 2.230 milljarða króna á ári, sem er þó ekki mikið meira en Volkswagen hefur fjárfest fyrir á hverju ári undanfarin 5 ár. Volkswagen mun vænantanlega selja yfir 10 milljón bíla á þessu ári, í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins og fjórum árum fyrr en upphaflegar áætlanir sögðu til um. Volkswagen skorti aðeins 72.000 bíla í að ná Toyota eftir fyrstu 9 mánuði ársins í ár. Í fyrra munaði 227.000 bílum á Volkswagen og Toyota og því er Volkswagen að draga hratt á sölu Toyota. Á meðan féll General Motors lengra frá báðum þessum fyrirtækjum í sölu og er því enn fastar í þriðja sæti. Frá því núverandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, tók við hefur Volkswagen keypt Porsche, Scania, MAN og Ducati vélhjólamerkið og í leiðinni hefur Volkswagen meira en tvöfaldað verksmiðjufjölda sinn í 107 verksmiðjur um heim allan. Volkswagen mun fjárfesta fyrir mest fé allra bílaframleiðenda í heiminum á næstu árum og það sem merkilegra er, meira en öll önnur fyrirtæki í heiminum, svo sem Samsung og Intel. Á næstu tveimur árum mun Volkswagen bílafjölskyldan mun kynna meira en 100 nýja eða endurnýjaða bíla á næstu tveimur árum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent
Volkswagen ætlar ekki að slaka á klónni í viðleytni sinni við að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi. Til stendur að fjárfesta fyrir 13.100 milljarða króna, eða 106 milljarða dollara á næstu 5 árum í þróun nýrra bíla sinna. Á þetta við öll merkin sem heyra undir Volkswagen bílafjölskylduna. Þetta þýðir 2.230 milljarða króna á ári, sem er þó ekki mikið meira en Volkswagen hefur fjárfest fyrir á hverju ári undanfarin 5 ár. Volkswagen mun vænantanlega selja yfir 10 milljón bíla á þessu ári, í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins og fjórum árum fyrr en upphaflegar áætlanir sögðu til um. Volkswagen skorti aðeins 72.000 bíla í að ná Toyota eftir fyrstu 9 mánuði ársins í ár. Í fyrra munaði 227.000 bílum á Volkswagen og Toyota og því er Volkswagen að draga hratt á sölu Toyota. Á meðan féll General Motors lengra frá báðum þessum fyrirtækjum í sölu og er því enn fastar í þriðja sæti. Frá því núverandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, tók við hefur Volkswagen keypt Porsche, Scania, MAN og Ducati vélhjólamerkið og í leiðinni hefur Volkswagen meira en tvöfaldað verksmiðjufjölda sinn í 107 verksmiðjur um heim allan. Volkswagen mun fjárfesta fyrir mest fé allra bílaframleiðenda í heiminum á næstu árum og það sem merkilegra er, meira en öll önnur fyrirtæki í heiminum, svo sem Samsung og Intel. Á næstu tveimur árum mun Volkswagen bílafjölskyldan mun kynna meira en 100 nýja eða endurnýjaða bíla á næstu tveimur árum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent