Sunnudaginn 23. nóvember fer Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fram. Metfjöldi þátttakenda er skráður en 112 keppendur eru skráðir til leiks.
Keppt er í átta þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna auk opinna flokka. Mótið fer fram í húsnæði Ármenninga í Laugardal og hefjast fyrstu glímur kl 10:30. Aðgangur á mótið er ókeypis og stendur mótið fram eftir degi.
Brasilískt jiu-jitsu hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum og verður Íslandsmeistaramótið sífellt fjölmennara. Keppt er í galla (gi) en hægt er að sigra með uppgjafartökum eða stigum sem gefin eru fyrir ákveðnar stöður.
Í fyrra var metþátttaka þegar 94 keppendur voru skráðir til leiks en það met hefur nú verið slegið. Sex félög víðs vegar um landið taka þátt og er ljóst að þetta verður sterkasta Íslandsmeistaramót frá upphafi. Gunnar Nelson er margfaldur Íslandsmeistari í greininni en hefur ekki keppt í greininni frá því hann samdi við UFC.
112 skráðir á Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu
Pétur Marinó Jónsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn


„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn