Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag.
Sun Yang, sem er 22 ára gamall, vann bæði gullverðlaun í 400 metra og 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann hefur einnig unnið fimm gull á heimsmeistaramótum og er ein helsta sundhetja Kínverja.
Sun Yang mældist með trimetazidine í líkamanum á kínverska meistaramótinu 17. maí og var dæmdur í þriggja mánaða bann í júlí. Trimetazidine hjálpar líkamanum við upptöku glúkósa. Trimetazidine kom fyrst á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, World Anti-Doping Agency, í byrjun þessa árs.
Sun Yang mætti fyrir kínversku lyfjanefndina og sagðist hafa tekið efnið vegna veikinda og að hann hafi ekki verið meðvitaður um að efnið væri á bannlista. Hann var greinilega tekinn trúanlegur því hann fékk óvenju stutt bann.
Sun Yang náði því að keppa á Asíuleikunum í september þar sem hann vann gull í 400 og 1500 metra skriðsundi auk þess að hjálpa kínversku boðssundsveitinni að vinna 4 x 100 metra skriðsundið.
Vandamálin hafa reyndar alltaf fylgt Sun Yang sem hefur setið inn í fangelsi og margoft verið dæmdur í æfinga- og keppnisbann vegna slæmrar hegðunar. Það vakti heldur ekki mikla lukku í Japan þegar hann sagði þjóðsöng Japana vera ljótan í viðtali á fyrrnefndum Asíuleikum í september en Sun Yang baðst seinna afsökunar á þeim ummælum sínum.
Ólympíumeistari féll á lyfjaprófi en fékk óvenju stutt bann
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn