Milliríkjasamvinna og sjálfsmörk Einar Benediktsson skrifar 24. nóvember 2014 14:30 Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafs efnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína , því næst samskonar toppfunda Suðaustur-Asíu bandalagsins (ASEAN) og Austur Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20 fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimir Putin áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra CNOOC hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20.öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórvelda sambúðar ( e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafssvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði ? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginn vináttu við 1.3 milljarð ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmdir að hamla ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hugsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera nýlega vegna funda þjóðaleiðtoga um efnahagssamvinnu í Asíu. Fyrst var það vegna Kyrrahafs efnahagssamvinnunnar (APEC) í Kína , því næst samskonar toppfunda Suðaustur-Asíu bandalagsins (ASEAN) og Austur Asíubandalagsins (EAS) í Burma og síðast en ekki síst leiðtogafundar helstu iðnríkja heims (G-20) í Ástralíu. Að sjálfsögðu hafa slíkir fundir pólitíska þýðingu um staðfestu ákvarðana um frjáls viðskipti og reyndar ekki síður vegna samráðs utan dagskrár. Þess var vissulega þörf á þessum síðustu og verstu tímum átaka, sundrungar og óvissu. Á G-20 fundinum í Brisbane þótti það því mjög til tíðinda að Angela Merkel og Vladimir Putin áttu tveggja manna tal í einar fjórar klukkustundir. Engir aðstoðarmenn, fundarritarar eða túlkar voru þar viðstaddir enda kann Þýskalandskanslari rússnesku og Rússlandsforseti þýsku. Ekkert var tilkynnt um árangur eða vöntun slíks í Úkraínudeilunni eða öðrum samskiptaárekstrum við Rússa og þá fyrst og fremst vegna ógnar af aukinni hervæðingu með kjarnavopnum. Um þau mál kallar heimsbyggðin á viðræður þeirra sem málum ráða. Þannig opin samskipti voru í vaxandi mæli á milli NATO og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins og beint símsamband mátti virkja milli leiðtoga í Washington og Moskvu, m.a. til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð af slysni. Vegna fundar APEC í Beijing áttu Xi Jinping og Barack Obama viðræður sem vonandi léttir pólitísku spennu vegna yfirgangs Kínverja við strandríkin Filippseyjar, Víetnam og Japan. Þetta snertir olíulindir í Suður Kínahafi en risaolíufyrirtæki þeirra CNOOC hefur þar verið að verki boðflennu. Sagnfræðingar segja þetta venjulega árekstra nýs valdaríkis við heimsveldi sem fyrir voru, einkum á 20.öld. En er ekki staðan nú, að kínverskir leiðtogar boða nýtt fyrirkomulag heimsmála stórvelda sambúðar ( e. major-country relationship) þar sem þeir ráða væntanlega einir og afskiptalaust öllu sem þá skiptir máli. Og þá væntanlega að þeir hafi frjálsar hendur til umsvifa vegna nýtingar hráefna og orku víða um heim. Til landtöku þeirra í Afríku hafa flust milljón Kínverjar á einum áratug og þeir virðast ætla sér svipað hlutverk á Grænlandi og hafssvæði þess og okkar, með Ísland að bækistöð. Var það ekki misráðið mjög að gera fyrstir Evrópuþjóða fríverslunarsamning við Kína, að hleypa CNOOC sem ráðandi hluthafa í olíuleit á okkar eigin Drekasvæði og láta sem ekkert sé yfir duldum áformum um risahöfn í Finnafirði ? Með forsetann í fararbroddi var farið offari í opinberum heimsóknum júbelerandi nýfenginn vináttu við 1.3 milljarð ágætisfólks þar eystra, eins og helst ætti við um fíl og mýflugu. Í Kínasamskiptunum er búið að gera hættulega mörg sjálfsmörk og því verður að hefja nýja sókn að réttu marki. Góð tíðindi frá Brisbane voru af leiðtogafundi Bandaríkjanna og ESB um um hinn víðtæka fyrirhugaða samning þeirra aðila um viðskipti og fjárfestingar – Transatlantic Trade and Investment Pact. Herða skal á að ljúka samningum á næsta ári. Aðild Íslands að þessum svokallaða TTIP samningi er stórhagsmunamál. Í þessum löndum er nær allur markaður okkar á vörum og þjónustu. Tollfrelsi í viðskiptum við Bandaríkin er þýðingarmikið en nú er það meginatriðið að reglugerðir og staðlar séu svo samræmdir að hamla ekki viðskiptum. Greitt verður fyrir fjármála- og bankaþjónustu og fyrirhuguð er vernd fyrir fjárfesta. Markvert við þennan samning eru þau nýmæli að honum er sérstaklega ætlað að mæta hugsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Og þá er komið að einu lykilatriði íslenskrar hagsmunagæslu. Sem umsækjandi um aðild að ESB, gætum við strax farið að undirbúa þátttöku í TTIP. Af þeirri og fleiri ástæðum er slit aðildarviðræðnanna við ESB alvarlegasta sjálfsmarkið. Þeim málum verður ekki sinnt frá hliðarlínunni EFTA. Annað lykilatriði er að efla varnar- og öryggissamvinnuna við Bandaríkin og Norðurlöndin sem sinna hér loftrýmisgæslu Frá Noregi berast þau tíðindi að vegna aukinnar ógnar af hryðjuverkum hafi dómsmálaráðherrann ákveðið, að lögreglan skuli bera skotvopn daglega. Hvert er annars hættumatið á Íslandi, ef eitthvað er?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun