Tesla og BMW ræða samstarf um rafhlöður og koltrefjar Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:51 Verða Tesla bílar brátt smíðaðir úr koltrefjum frá BMW? Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent
Þegar fyrirtæki í sama bransa búa að sitthvorri sérhæfingunni getur verið farsælt að vinna saman og nota sérfhæfinguna í báðum fyrirtækjunum. Á þessum grunni eru Tesla og BMW nú að stinga saman nefjum með hugsanlegt samstarf hvað varðar rafhlöður frá Tesla og koltrefjar frá BMW í huga. Tesla er komið lengst allra fyrirtækja heims í þróun rafhlaða fyrir bíla og BMW hefur líklega tekið forystuna í notkun koltrefja fyrir i3 og i8 bíla sína, sem einnig myndi henta vel í bíla Tesla. Viðræðurnar eru enn óformlegar en engu að síður líklegar til að leiða til samstarfs. Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Mercedes Benz vegna rafhlaða frá Tesla og íhlutir úr Mercedes Benz bílum hafa á móti verið notaðir í Tesla bíla. Það samstarf gæti haldið áfram þrátt fyrir að Mercedes Benz hafi selt 4% eignarhald sitt í Tesla nýlega. Þar með er upptalningin á samstarfi Tesla við aðra bílaframleiðendur ekki upptalin, en Tesla hefur einnig átt í samstarfi við Toyota varðandi rafhlöður.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent