Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Karl Lúðvíksson skrifar 26. nóvember 2014 09:51 5000 krónur fyrir stykkið af rjúpu sem nær að vera máltíð fyrir einn fullorðin er því orðin nokkuð dýr hátíðarmatur. Vísir Það hefur verið mikið fjallað um slaka veiði hjá vel flestum veiðimönnum á nýliðinni rjúpnavertíð og þeir sem eru vanafastir á hátíðarmatinn eru margir orðnir örvæntingarfullir. Á þeim heimilum þar sem rjúpa hefur verið á borðum í áratugi er erfitt að kyngja rjúpnaleysi í ár og þá fer fólk gjarnan á stúfana og leitar til þeirra sem gætu verið með nokkra auka fugla til að selja. Þrátt fyrir að það gildi sölubann á rjúpu er nokkuð um að þeir sem eiga aukafugla bjóði þá til sölu og þegar lítið veiddist eins og á þessu hausti ræður framboð og eftirspurn verðinu. Við stutta rannsókn á verði fyrir hvern fugl kemur í ljós að flestir eru að selja stykkið á rjúpunni á 4000-5000 krónur en það er nokkuð nærri verði á kíló af nautalund svo dæmi séu tekin eða á stykki af gæs sem er yfirleitt matur fyrir 4-5. Villt önd hefur verið verðlögð á 1500-2000 kr fyrir stykkið reitt og sviðin og hreindýrið sem gjarnan er vinsælt um jólin frá 4000 kr upp í 6000 kílóið en það fer eftir því hvaða partur af dýrinu það er. 5000 krónur fyrir stykkið af rjúpu sem nær að vera máltíð fyrir einn fullorðin er því orðinn nokkuð dýr hátíðarmatur. Það má nefna í ljósi sölubanns að spjallþráður á einum samfélagsmiðli snýst um vöruskipti og þar hefur verið skipt á rjúpum og rauðvíni, rjúpum og reyktum laxi svo dæmi séu tekinn. Þar sást að vísu líka rjúpur í skiptum fyrir Ragnheiði Jónsdóttur. Ekki er um mansal að ræða þar sem áðurnefnd Ragnheiður prýðir 5000 króna seðlinn. Það skal tekið fram að haft var samband við þrjá aðila sem auglýstu hreindýrakjöt til sölu á samfélagsmiðlum og verð sem var boðið við eftirgrennslan endaði í áðurnefndu verði en uppsett verð var nokkuð hærra. Stangveiði Mest lesið Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði
Það hefur verið mikið fjallað um slaka veiði hjá vel flestum veiðimönnum á nýliðinni rjúpnavertíð og þeir sem eru vanafastir á hátíðarmatinn eru margir orðnir örvæntingarfullir. Á þeim heimilum þar sem rjúpa hefur verið á borðum í áratugi er erfitt að kyngja rjúpnaleysi í ár og þá fer fólk gjarnan á stúfana og leitar til þeirra sem gætu verið með nokkra auka fugla til að selja. Þrátt fyrir að það gildi sölubann á rjúpu er nokkuð um að þeir sem eiga aukafugla bjóði þá til sölu og þegar lítið veiddist eins og á þessu hausti ræður framboð og eftirspurn verðinu. Við stutta rannsókn á verði fyrir hvern fugl kemur í ljós að flestir eru að selja stykkið á rjúpunni á 4000-5000 krónur en það er nokkuð nærri verði á kíló af nautalund svo dæmi séu tekin eða á stykki af gæs sem er yfirleitt matur fyrir 4-5. Villt önd hefur verið verðlögð á 1500-2000 kr fyrir stykkið reitt og sviðin og hreindýrið sem gjarnan er vinsælt um jólin frá 4000 kr upp í 6000 kílóið en það fer eftir því hvaða partur af dýrinu það er. 5000 krónur fyrir stykkið af rjúpu sem nær að vera máltíð fyrir einn fullorðin er því orðinn nokkuð dýr hátíðarmatur. Það má nefna í ljósi sölubanns að spjallþráður á einum samfélagsmiðli snýst um vöruskipti og þar hefur verið skipt á rjúpum og rauðvíni, rjúpum og reyktum laxi svo dæmi séu tekinn. Þar sást að vísu líka rjúpur í skiptum fyrir Ragnheiði Jónsdóttur. Ekki er um mansal að ræða þar sem áðurnefnd Ragnheiður prýðir 5000 króna seðlinn. Það skal tekið fram að haft var samband við þrjá aðila sem auglýstu hreindýrakjöt til sölu á samfélagsmiðlum og verð sem var boðið við eftirgrennslan endaði í áðurnefndu verði en uppsett verð var nokkuð hærra.
Stangveiði Mest lesið Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Þverá og Kjarrá standa upp úr í Borgarfirðinum Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Óvíst með erlenda veiðimenn í sumar Veiði Vetrarblað Veiðimannsins komið út Veiði Kennt að veiða í Elliðaánum - Ástand laxastofnsins er gott Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Eystri Rangá vinsælust hjá Lax-Á Veiði Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! Veiði