Tíska og hönnun

Sjálfstætt fólk: Hannar fyrir heimsfræga framleiðendur

Næsti gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki, sunnudaginn 30. nóvember, er einn af stjörnuarkitektum okkar Íslendinga.  

Fyrirsætan og fegurðardrottningin og hönnuðurinn Gulla, Guðlaug Jónsdóttir, sem búið hefur og starfað í Hollywood síðustu áratugina.

Þeir félagar Steingrímur og Jón Ársæll heimsækja Gullu til Kaliforníu og skoða með henni borg englanna og fylgjast með henni í leik og starfi.  

Reyndar er Guðlaug að teikna hús um allan heim bæði í Asíu og í Austurlöndum nær svo og vítt og breitt um Ameríku.

Meðal annars dvelja þeir félagar  með Gullu á heimili hins þekkta framleiðanda Donald Kushner í Malibu sem meðal annars gerði myndina Tron en Gulla hefur unnið mikið fyrir hann og meðal annars teiknað öll húsgögn í hús hans.

Þáttur fullur af fallegri hönnun, sól og sjálfstæðu fólki á sunnudagskvöldið á Stöð tvö.

Gulla er fær í sínu fagi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.