17 ára unglingur tryggði sér 180 milljónir króna um helgina 27. nóvember 2014 22:45 Lydia Ko hafði ríka ástæðu til að fagna um síðustu helgi. AP Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári. Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hin 17 ára Lydia Ko, sem hefur á skömmum tíma skotist upp á stjörnuhimininn í golfheiminum en hún kórónaði frábært ár á LPGA-mótaröðinni um síðustu helgi með því að sigra á CME Group Tour meistaramótinu sem haldið var á Ritz Carlton vellinum í Flórída. Ko sigraði mótið eftir spennandi bráðabana við hina spænsku Carlottu Ciganda og Julieta Granada frá Paragvæ. Fyrir sigurinn fékk Ko rúmlega 60 milljónir íslenskra króna en þar sem hún sigraði einnig á tveimur öðrum mótum á árinu endaði hún efst á stigalista í lokamótaröð LPGA-mótaraðarinnar. Fyrir það fékk hún aukalega 120 milljónir króna. „Þegar að ég gekk inn og sá allan þennan pening í kistu í klúbbhúsinu hugsaði ég með mér hvað það væri magnað að sigra þetta, ég hef aldrei séð jafn mikinn pening á einum stað,“ sagði Ko við fréttamenn eftir hringinn. Ko var þó ekki eina sem fagnaði mikið eftir lokahringinn á CME Group Tour meistaramótinu en Bandaríski kylfingurinn Stacey Lewis kórónaði sögulega þrennu með því að vera valin kylfingur ársins á LPGA-mótaröðinni, að vera með besta meðalskorið á mótaröðinni og fyrir að hafa halað inn mestum pening á árinu. LPGA-mótaröðin fer núna í frí en hefst aftur í janúar á næsta ári.
Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira