Innlent

Ferðamönnum fjölgað um 77 prósent

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ferðamenn flykkjast til Þingvalla.
Ferðamenn flykkjast til Þingvalla. vísir/anton brink
Á síðustu tíu árum hefur ferðamönnum til Þingvalla fjölgað um 77 prósent. Árið 2004 voru ferðamenn 332 þúsund en gert er ráð fyrir að um 588 þúsund ferðamenn komi til Þingvalla árið 2014. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar.

Í niðurstöðum könnunarinnar er vakin sérstök athygli á hversu mjög ferðamönnum hefur fjölgað yfir dimmustu vetrarmánuðina – janúar, febrúar, nóvember og desember. Áætlað er að þeir hafi verið um 21 þúsund árið 2004 en 71 þúsund árið 2013, sem er aukning um 238 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×