Umfjöllun og viðtöl: Valur - Akureyri 30-17 | Valur á toppinn eftir stórsigur Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. nóvember 2014 00:01 vísir/stefán Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum í Olís-deildinni þegar Akureyri var í heimsókn í dag. Leikurinn var leikur einn fyrir heimamenn sem náðu forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Lokatölur 30-17. Vörn Vals var gífurlega sterk og gestirnir áttu engin svör. Meiðsli voru að hrjá þeirra mannskap og þeir áttu í stökustu vandræðum. Fyrir aftan var Stephen Nielsen í fantaformi. Valsmenn tóku forystuna strax í upphafi leiks og voru ekkert á því að láta hana af hendi. Þegar tíu mínútur voru liðnar leiddu þeir með tveimur mörkum 5-3 og átti munurinn bara eftir að aukast. Þeir juku muninn hægt og bítandi og Akureyringar voru heldur betur ráðalausir gegn ógnar sterkri vörn heimamanna. Finnur Ingi Stefánsson var funheitur í fyrri hálfleik og var meðal annars kominn með þrjú hraðaupphlaupsmörk þegar ellefu mínútur voru búnar af leiknum. Akureyringar voru seinir til baka og vandræðalegur sóknarleikurinn kom í bakið á þeim. Vörn þeirra var svo ekki mikið til að hrópa húrra fyrir og markvarslan engin. Leiknum var nánast lokið í hálfleik en þá var staðan 17-8. Síðari hálfleikur var formsatriði fyrir Valsmenn sem sigldu öruggum sigri heim. Skotnýting gestanna var hræðileg eða í leikslok var hún 35% á meðan Valsmenn skutu 70% .Tíu leikmenn komust á blað hjá Valsmönnum, en Kristján Orri Jóhannsson bar uppi lið Akureyrar. Hann skoraði átta mörk, þar af fjögur úr vítum. Í fyrri hálfleik voru markverðir Akureyri komnir með tvo bolta varða eða 11% markvörslu á móti 56% markvörslu hinu megin. Stephen Nielsen var í fantaformi og varði nánast þau skot sem komu á markið, þegar Akureyringum tókst að koma skoti á markið. Það munar um minna. Stephen endaði í 63% markvörslu. Magnaður leikur hja kappanum. Finnur Ingi Stefánsson og Geir Guðmundsson enduðu markahæstir með sex mörk hvor hjá Valsmönnum, en Kristján Orri markahæstur hjá Akureyri eins og fyrr segir með átta mörk. Valsmenn fóru með sigrinum á toppinn, en Akureyri er í fimmta sæti deildarinnar.Finnur Ingi: Frábært að vera komnir einir á toppinn „Þetta var til fyrirmyndar frá A-Ö," sagði Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Vals, við Vísi í leikslok. „Vörnin skóp sigurinn hér í dag, það er alveg ljóst. Við vorum mjög öflugir í vörninni seinni part fyrri hálfleiks og í síðari hálfleik. Stephen var svo frábær þarna bakvið og þá small þetta." „Við fengum svo auðveld hraðaupphlaup og Stephen varði nánast allt sem kom á markið. Hann var frábær." „Við vorum búnir að undirbúa okkur vel eins og fyrir alla aðra leiki. Við vissum hvað þeir vildu gera og við náðum að stoppa það." „Við erum búnir að vera á góðu „runni" og ætlum að halda því áfram. Við fáum mómentið með okkur og viljum halda áfram á fullum krafti." „Það er frábært að vera komnir einir á toppinn. Fram vann Aftureldingu sem er gott og við ætlum að styrkja okkar stöðu á toppnum," sagði Finnur að lokum við Vísi.Kristján Orri: Við eigum að gera betur „Þetta var ekki gott. Það var bara bæði vörn og sókn sem var ekki alveg að finna sér hér í dag," sagði markahæsti leikmaður Akureyrar í dag, Kristján Orri Jóhannsson, við Vísi í leikslok. „Ég er svo lélegur að greina þetta hvað fór úrskeiðis svona strax eftir leik. Þeir spila mjög góða vörn, en að sama skapi vorum við ekki alveg að finna okkur sóknarlega." „Það var erfitt að finna glufur á þeirra varnarleik, en við eigum að gera betur." „Þetta var skref niðr á við. Næsti leikur er gegn ÍBV og það verður hörkuleikur sem við hlökkum mikið til," sagði Kristján Orri og bætti við að lokum að það væri leikur sem Akureyringar ætluðu að vinna: „Að sjálfsögðu. Við stefnum á sigur þar og við förum auðvitað í alla leiki tli að vinna eins og öll lið í deildinni," sagði Kristján Orri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira