Óveðrið mögulega fyrr á ferðinni Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2014 18:22 Spá fyrir vind kl. 01 aðfaranótt mánudags 1. desember. Sjá má mjög skæða vindstengi NV- og N-til á landinu. Þarna er lægðin stödd norðvestur af Vestfjörðum, nærri þeim stað þar sem lágmark er í vindstyrk Mynd/Veðurstofa Íslands Útlit er fyrir vaxandi suðaustanátt á morgun með meðalvindhraða víða á bilinu 18-25 metra á sekúndu eftir hádegið. Vindhviður geta náð yfir 40 m/s vestan og norðan undir fjöllum á Vesturlandi, til dæmis undir Hafnarfjalli. Lægðin sem veldur óveðrinu tekur nú á sig mynd suðvestur í hafi og er nú stödd 700 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Nú er hún á leið til norðausturs, en snýr til norðurs á morgun og fer hratt yfir auk þess sem hún mun dýpka ört, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Sjá nánar: Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll Einnig er útlit fyrir talsvert eða mikið úrkomumagn á suðurhelmingi landsins. Það er von á þíðu á láglendi, en líkur eru á að úrkoman verði á formi slyddu eða snjókomu á heiðum og fjöllum, einkum í fyrstu. Mikill vindstrengur mun herja á landið undir kvöld á morgun, þar sem lægðin verður á norðurleið skammt vestan við land. Talið er að veðrið muni ná hámarki suðvestanlands um klukkan níu annað kvöld. Uppúr miðnætti færir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og einnig á Norðurland Eystra. Má búast við að vindhviður geti náð yfir 50 m/s á þessum slóðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Úrkoman á sunnudagskvöldið mun líklega færa sig yfir í að vera á formi slydduélja og síðar snjóélja. Á mánudagsmorguninn er gert ráð fyrir suðvestan stormi (18-25 m/s), en allhvass eða hvass vindur síðdegis (13-20 m/s). Útlit er fyrir éljagang, en að létti til norðaustan- og austanlands. Áfram kólnar í veðri og má búast við hita um og undir frostmarki þegar kemur fram á daginn. Í tilkynningunni segir að ljóst sé að eftir hádegi á sunnudaginn og fram á mánudag, sé ekkert ferðaveður. Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira
Útlit er fyrir vaxandi suðaustanátt á morgun með meðalvindhraða víða á bilinu 18-25 metra á sekúndu eftir hádegið. Vindhviður geta náð yfir 40 m/s vestan og norðan undir fjöllum á Vesturlandi, til dæmis undir Hafnarfjalli. Lægðin sem veldur óveðrinu tekur nú á sig mynd suðvestur í hafi og er nú stödd 700 kílómetra austur af Nýfundnalandi. Nú er hún á leið til norðausturs, en snýr til norðurs á morgun og fer hratt yfir auk þess sem hún mun dýpka ört, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni. Sjá nánar: Svipað óveður í aðsigi og 1991: Fólk bindi niður lausa muni og hreinsi niðurföll Einnig er útlit fyrir talsvert eða mikið úrkomumagn á suðurhelmingi landsins. Það er von á þíðu á láglendi, en líkur eru á að úrkoman verði á formi slyddu eða snjókomu á heiðum og fjöllum, einkum í fyrstu. Mikill vindstrengur mun herja á landið undir kvöld á morgun, þar sem lægðin verður á norðurleið skammt vestan við land. Talið er að veðrið muni ná hámarki suðvestanlands um klukkan níu annað kvöld. Uppúr miðnætti færir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og einnig á Norðurland Eystra. Má búast við að vindhviður geti náð yfir 50 m/s á þessum slóðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Úrkoman á sunnudagskvöldið mun líklega færa sig yfir í að vera á formi slydduélja og síðar snjóélja. Á mánudagsmorguninn er gert ráð fyrir suðvestan stormi (18-25 m/s), en allhvass eða hvass vindur síðdegis (13-20 m/s). Útlit er fyrir éljagang, en að létti til norðaustan- og austanlands. Áfram kólnar í veðri og má búast við hita um og undir frostmarki þegar kemur fram á daginn. Í tilkynningunni segir að ljóst sé að eftir hádegi á sunnudaginn og fram á mánudag, sé ekkert ferðaveður.
Veður Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi Sjá meira