Enski boltinn

Schürrle ekki með Þjóðverjum vegna veikinda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schürrle lagði upp sigurmark Þjóðverja í úrslitaleik HM í júlí.
Schürrle lagði upp sigurmark Þjóðverja í úrslitaleik HM í júlí. Vísir/Getty
André Schürrle, leikmaður Chelsea, missir af leik Þýskalands og Gíbraltar í undankeppni EM 2016 á föstudaginn vegna veikinda.

Joachim Löw og Chelsea komust að samkomulagi um að Schürrle myndi æfa einn á meðan á landsleikjahléinu stendur til að ná fullum styrk á ný.

Schürrle hefur lítið æft undanfarnar vikur vegna veikindanna, en þýski landsliðsmaðurinn hefur skorað tvö mörk í átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Leikur Þjóðverja og Gíbraltar fer fram í Nürnberg, en búist er við auðveldum sigri heimamanna. Þjóðverjar, sem urðu heimsmeistarar í sumar eftir sigur á Argentínu í úrslitaleik, hafa ekki farið vel af stað í undankeppninni og eru aðeins með fjögur stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×