Íslenska landsliðið í knattspyrnu kom saman hér í Brussel í Belgíu í dag fyrir vináttulandsleik við heimamenn á hinum sögufræga Heysel-leikvangi á miðvikdagskvöld.
Hótel landsliðsins er á besta stað í miðbæ borgarinnar en völlurinn er í aðeins nokkra kílómetra fjarlægð frá miðbænum. Þar æfði liðið nú síðdegis.
Í hádeginu á morgun verður aftur æft en þá á æfingavelli hér í bæ, þar sem belgíska landsliðið er að æfa á keppnisvellinum um svipað leyti.
Aðalmálið í vikunni er þó leikurinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld en það er toppslagur í A-riðli undankeppninnar þar sem bæði Ísland og Tékkland eru með fullt hús stiga á toppi riðilsins.
Landsliðið dvelur þó í aukadag hér í Brussel þar sem liðið heldur ekki til Tékklands fyrr en á föstudag. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sagði á blaðamannafundi á föstudag að liðið fengi meira úr því að dvelja áfram í Belgíu við bestu mögulegu aðstæður í einn dag til viðbótar.
Fulltrúar Vísis, Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru á staðnum og munu flytja reglulega fréttir af strákunum okkar fram yfir leikinn gegn Tékkum á sunnudag.
Strákarnir gista á besta stað í miðbæ Brussel
Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar

Mest lesið




Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti


Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



