Reiðhjól slátrar Ferrari á 333 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 09:19 Svisslendingur nokkur sló í síðustu viku hraðamet á reiðhjóli og náði 333 km hraða. Það var náttúrulega ekki hægt nema með öflugum mótor festum á hjól hans, en það var ekkert minna en eldflaugahreyfill. Ekki nóg með að hann hafi náð þessum ógnarhraða, þá náðist hann á minna en 5 sekúndum. Metið setti hann á kappakstursbraut í S-Frakklandi og er þetta alls ekki í fyrsta skiptið sem eigandi þess, Francois Gissy, þeysist um á slíku hjóli, en það hefur hann gert til margra ára. Athyglivert er að sjá Ferrari bíl reyna að halda í hann á brautinni en þessi öflugi bíll virkar eins og kjur við hliðina á hjólinu þrátt fyrir að nýta allt sitt afl. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent
Svisslendingur nokkur sló í síðustu viku hraðamet á reiðhjóli og náði 333 km hraða. Það var náttúrulega ekki hægt nema með öflugum mótor festum á hjól hans, en það var ekkert minna en eldflaugahreyfill. Ekki nóg með að hann hafi náð þessum ógnarhraða, þá náðist hann á minna en 5 sekúndum. Metið setti hann á kappakstursbraut í S-Frakklandi og er þetta alls ekki í fyrsta skiptið sem eigandi þess, Francois Gissy, þeysist um á slíku hjóli, en það hefur hann gert til margra ára. Athyglivert er að sjá Ferrari bíl reyna að halda í hann á brautinni en þessi öflugi bíll virkar eins og kjur við hliðina á hjólinu þrátt fyrir að nýta allt sitt afl.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent