VW Golf R 400 í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2014 09:33 Volkswagen sýndi þennan hugmyndabíl, Golf R 400, á bílasýningunni í Peking fyrr á þessu ári. Er hér á ferð enn ein útgáfan af Golf, sú langöflugasta og er hann búinn 400 hestafla vél, eins og nafn hans gefur reyndar til kynna. Ekki var búist við því að tekin yrði sú ákvörðun í höfuðstöðvunum í Wolfsburg að fjöldaframleiða þennan bíl, en það er nú samt raunin að sögn Car Magazine. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í Audi TT Quattro Sport og skilar milli 400 og 414 hestöflum. Það eru því a.m.k. hundrað fleiri hestöfl í kagganum en í öflugum Golf R með sín 300 hestöfl. Svo öflugur bíll sem þessi fær að sjálfsögðu nýja fjöðrun og mjög öflugar bremsur og sjá má netta en straumlínulaga útlitsbreytingu á yfirbyggingu bílsins, sem samt heldur flestum Golf línunum. Getgátur eru uppi um að bíllinn verði fyrst aðeins í boði í Evrópu og að ekki standi til að bjóða hann í Bandaríkjunum. Vonandi hefur Car Magazine rétt fyrir sér um fjöldaframleiðslu þessa bíls, enda afar spennandi græja hér á ferð. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent
Volkswagen sýndi þennan hugmyndabíl, Golf R 400, á bílasýningunni í Peking fyrr á þessu ári. Er hér á ferð enn ein útgáfan af Golf, sú langöflugasta og er hann búinn 400 hestafla vél, eins og nafn hans gefur reyndar til kynna. Ekki var búist við því að tekin yrði sú ákvörðun í höfuðstöðvunum í Wolfsburg að fjöldaframleiða þennan bíl, en það er nú samt raunin að sögn Car Magazine. Vélin í bílnum er sú sama og finna má í Audi TT Quattro Sport og skilar milli 400 og 414 hestöflum. Það eru því a.m.k. hundrað fleiri hestöfl í kagganum en í öflugum Golf R með sín 300 hestöfl. Svo öflugur bíll sem þessi fær að sjálfsögðu nýja fjöðrun og mjög öflugar bremsur og sjá má netta en straumlínulaga útlitsbreytingu á yfirbyggingu bílsins, sem samt heldur flestum Golf línunum. Getgátur eru uppi um að bíllinn verði fyrst aðeins í boði í Evrópu og að ekki standi til að bjóða hann í Bandaríkjunum. Vonandi hefur Car Magazine rétt fyrir sér um fjöldaframleiðslu þessa bíls, enda afar spennandi græja hér á ferð.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent