Ráðstefna um rafbílavæðingu á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2014 10:36 Hér má sjá mynd af rafbíl af tegundinni Tesla. vísir/gva Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent
Í dag munu rafmagnsverkfræðingar í Verkfræðingafélagi Íslands standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í samstarfi við marga áhugaaðila. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja ráðstefnuna. Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun ávarpa ráðstefnuna og fjalla um stefnumótun í rafbílavæðingu. Norskur fyrirlesari mun gera grein fyrir rafbílavæðingu í Noregi, sem hefur núna flesta rafbíla í heiminum miðað við höfðatölu og reikna með um 50.000 rafbílum í notkun þar árið 2015. Þá munu fulltrúar fimm innflutningsaðila rafbíla kynna fimmtán gerðir slíkra bíla sem eru komnir í notkun hérlendis. Fulltrúar Landsvirkjunar, RARIK og ON munu flytja erindi um raforkudreifingu og hleðslustöðvar. Þá munu fulltrúar Bílagreinasambandsins og Félags íslenskra bifreiðaeigenda flytja erindi. Ráðstefnan verður í fundarsal Arion banka, Borgartúni 19, kl. 13 -17:30.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent